YouTube síða Óla Ufsa.
YouTube síða Óla Ufsa.

Ólafur Jónsson, fyrrverandi togaraskipstjóri með meiru en gegnir frekar nafninu, Óli Ufsi, hefur verið duglegur að senda inn myndbönd á Facebook þar sem hann ræðir málin og leggur þau upp frá sínu sjónarhorni fyrir þjóðina.
Undanfarið hefur hann átt í smá erfiðleikum með að hlaða inn myndböndum á Youtbue rás sína og þurft að fara krókaleiðir í þeim efnum, en nú virðist það vera komið í lag og má því búast við að vídeóbloggunum fari fjölgandi gangi það eftir.

Við hvetjum fólk til að fara á rásina hjá Óla og hlustsa á það sem hann hefur að segja, enda þekkir hann kvótakerfið út og inn, aftur á bak og áfram vegna starfa sinna, en best er að láta hann útskýra sjálfann hvernig þetta allt saman er.

Hér að neðan eru fyrstu myndböndin sem hann setti á netið og það er alltaf gott að rifja upp.