Ég hef verið að hugsa út í það, hvernig pólitíkin og spillingin var þegar óðaverðbógan var á árunum milli 1970 og 1980. Þetta brot úr bókinni Löglegt en siðlaust, gæti átt við í dag, hvað varðar spillinguna.

Við erum heppin að vera komin inn í 21. öldina, með internetið, og þá stöðu að það hefur minnkað vitneskjan sem er skömmtuð ofan í okkur og því sem er haldið leyndu fyrir okkur. (Vonandi).

Sóknarhópurinn er svo mikill snilldarhugmynd, og við náum margföldum árangri með því að nýta okkur tæknina, t.d. videobloggið hjá Óla Ufsa. Ég skil vel að LÍÚ menn vilji ekki fara í kappræður við Óla um fiskveiðistjórnun. Þessir menn vita betur en við, hverslags lygablekkingum þeir hafa beitt á okkur sem eigum fiskinn til þess að sölsa hann undir sig eins og þeir einir ættu hann. Ég efast ekki um að Sóknarhópurinn muni ganga að LÍÚ dauðu og kvótakerfinu líka.

Ef þessi bók er sæmilega sönn, þá held ég að Vilmundur Gylfasona hafi verið Pírati.

https://soundcloud.com/gesturk/12-fjolmidlar-landsins-i-hondum-politikur

Á þessum tíma átti pólitíkin fjölmiðlana, bankana, og allar helstu peningastofnanir landsins.  Enginn  vogaði sér að setja sig upp á móti þeim áhrifamönnum þjóðfélagsins, fyrr en Vilmundur gerði það. Í bókinni fjallar hann um útrásarvíkinga þess tíma, gjörspillta og siðblinda peningamenn.

Það er margt í þessari bók sem á við í dag.