Margir fagna bakkgír sjávarútvegsráðherra varðandi makrílfrumvarpið, að sex ára úthlutun sé breytt í eins árs. Þetta makriler gott og blessað en ekki má gleyma aðalatriðinu sem er: TIL HVERS ER VERIÐ AÐ KVÓTASETJA MAKRÍLINN? Fiskurinn er flökkustofn og veiddist sem meðafli sem þýðir að hann var hrein viðbót skipa sem voru á höttunum eftir öðru. Afhverju eiga þessar örfáu útgerðir að njóta forgengis á þessum milljarða verðmætum? Afhverju eigum við að hrúga milljörðum undir ríkasta fólk landsins? Miklu nær væri að þetta fólk myndi læra að sitja við sama borð og aðrir og lúta almennum samkeppnislögmálum. Í allri orrahríðinni megum við ekki gleyma aðalatriðinu sem er: Þegar kemur að úthlutun almannagæða eins og veiðiheimildum skal gæta jafnræðis þannig að allir þegnar landsins, hver einasti kjaftur, sitji við sama borð. Þannig og aðeins þannig, hámarkar eigandinn arð sinn, þ.e.a.s. þú og þjóðin öll.