Sóknarhópurinn er hópur fólks sem lætur sér velferð þjóðfélagsins varða og vill nýja stjórnarskrá og afnám kvótakerfisins.  Við tökum sem hópur ekki afstöðu til hægri eða vinstri og tengjumst við sem hópur engum stjórnmálasamtökum.

 Stefna sóknarhópsins er skýr og hnitmiðuð.

1.  Stöðva framgang ,,Nýja kvótafrumvarpsins” / „Makrílfrumvarpsins“

2.  Ný stjórnarskrá byggð á tillögum Stjórnlagaráðs verði sett í lög.

3.  Afnema kvótakerfið og taka í staðinn upp sóknarmark við stjórn fiskveiða með skilyrði um að allur afli fari á markað.

 

Sóknarmarkið skal vera að íslenskri fyrirmynd.

Til að ná þessu fram mun hópurinn beita öllum tiltækum ráðum.

Grunn lýsing á sóknarmarki þar sem allir sitja við sama borð og mannréttindi eru virt.

SÓKNARMARK MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ

 

Dæmi um sóknarmark fyrir togara árið 2016.

 

Reglugerð

um takmarkanir á þorskveiðum togskipa árið 2016.

1. gr. Reglugerð þessi tekur til eftirfarandi skipaflokka.

1. Skuttogara, þ.e. togskipa sem taka trollið inn um skutrennuna og eru með aflvél 900
hestafla eða stærri og ísa eða kæla fisk til geymslu fram að löndun.

2. Frysti skuttogara sem vinna fisk og frysta um borð.

3. Þegar í grein þessari rætt er um aflvél og mestu lengd skipa er miðað við mælingar
Siglingamálastofnunar ríkissins.

2. gr. Skipum þeim sem eru talin í 1. gr. eru bannaðar þorskveiðar, sem hér segir:

1. Í 30 daga samtals á tímabilinu 1. Janúar til 30. apríl 2016 og þar af skal hvert skip
láta af þorskveiðum í a.m.k. 10 daga á tímabilinu 1. Janúar til til 28. febrúar 2016.

2. Í 45 daga samtals á tímabilinu 1. Mai til 31. Ágúst 2016, og þar af skal hvert skip
láta af þorskveiðum í a.m.k. 25 daga á á tímabilinu 1. júlí til 31 Ágúst 2011 6

3. Í 35 daga samtals á tímabilinu 1. September til 31. desember 2016.

4. Hafi skip í þessum flokki tryggt sér veiðar annars staðar á árinu 2016 er útgerðinni
heimilt að sameina frádráttar daga sem fara í aðrar veiðar og draga frá þeim þorskbann
dögum sem hér er um fjallað.

3.gr. Útgerðaraðilar ráða tilhögun veiðitakmörkunar samkvæmt 2. gr., en láti skipið ekki af
þorskveiðum skemur en 4 sólahringa samfellt, telst sá tími ekki með í tímabili
veiðitakmörkunar á þórski.

4.gr. Við ákvörðun á því, hversu lengi skip láta af þorskveiðum hverju sinni, gilda
eftirfarandi reglur.

1. Upphaf tímabils miðast við þann tíma, er skip kemur í höfn til löndunar afla úr
síðustu veiðiferð fyrir tímabil.

2. Lok tímabils miðast veið þann tíma, er skip heldur úr löndunarhöfn til þorskveiða
á ný.

3. Sigli skip með afla til löndunar erlendis og reynist þorskur yfir leyfilegum mörkum sbr.
5. gr telst jafnlangur tími og fer í siglingar með afla út og til heimahafnar aftur, ekki
með í tímabili veiðitakmörkunar á þorski

5.gr. Á þeim tíma, sem skip láta af þorskveiðum sbr. 2. og 6. gr., má hlutur þorsks í heildarafla
hverrar veiðiferðar ekki nema meiru en hér segir

1. 5% í 33 daga
2. 15% í 44 daga
3. 30% í 33 daga

Fari þorskafli yfir leyfileg mörk samkvæmt 1. mgr. sbr. 2. og 6 gr., verður andvirði þess
sem umfram er, gert upptækt samkvæmt lögum um upptöku
ólöglegs sjávarafla nr. 32/1976.

6.gr. Útgerðaraðili skal, þegar eftir löndun og strax er löndunarnótur liggja fyrir, tilkynna til
ráðuneytisins með skeyti, hversu lengi skipið lét af þorskveiðum, hvert var hlutfall þorsk
í afla og til hvaða prósentuflokks, sbr. 5.gr., veiðiferðin telst.
Hafi skipið ekki stundað fiskveiðar á þessum tíma, er það lét af þorskveiðum, skal
tilkunna í skeyti / netskilaboðum, hvaða tímabil skipið lét af þorskveiðum, um leið og
skipið heldur til veiða á ný.
Útgerðaraðila eru bundnir við tilkynningar sínar og geta ekki gert breytingar á þeim,
nema að fengnu samþykki ráðuneytisins.
Berist ráðuneytinu ekki skeyti innan þriggja sólahringa frá því er löndun lauk, sbr. 1
mgr. eða skip heldur til þorskveiða sbr. 2. mgr . eða reynast upplýsingar rangar,
getur ráðuneytið ákveðið, að tilkynnt tímabil reiknist ekki með sem þorskveiðibann.

7.gr. Verði upplýsingar samkvæmt 6.gr. ekki látnar í té, getur ráðuneytið ákveðið að
hlutaðeigandi skip skuli láta af þorskveiðum ákveðið tímabil. Fari hlutur þorsks
yfirleyfileg mörk samkvæmt þessari gein, varðar þaðupptöku samkvæmt 2.mgr. 5.gr.

8.gr. Sjávarútvegsráðuneytið getur sett nánari reglur um framkvæmd reglugerðar þessarar ef
nauðsyn krefur.

9. gr. Brot á reglugerð þessari varðar refsingu samkvæmt ákvæðum laga nr. 445. apríl 1948,
um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins og ákvæðum laga nr. 81 31. maí 1976, um
veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra
mála.

10. Reglugerð þessi er sett samkæmt ákvæðum laga nr. 445. apríl 1946, um vísindalega
verndun fiskimiða landgrunnsins og ákvæðum laga nr. 8131. maí 1976, um veiðar í
fiskveiðilandhelgi Íslands, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni
öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.