Fimmtudaginn 3. febrúar komu þeir að Rauða borðinu hjá Gunnari Smára Egilssyni, þeir Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda, Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, Jón Kristjánsson fiskifræðingur, Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Ólafur Jónsson skipstjóri alla jafna nefndur Óli ufsi.
Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa gagnrýnt kvótakerfið frá því það var sett á fót og flestir þurft að þola ótrúlegar árásir á sig af hendi ráðamanna, útgerðarmanna og „kvótaeigenda“ vegna gagnrýni sinnar.
Með því að hlusta á þessa menn í spilaranum hér fyrir neðan fæst mikil innsýn í líf þessara manna sem hafa barist alla sína tíð gegn kvótakerfinu og þeir gerðir nánast að glæpamönnum vegna þess að þeir geta sýnt fram á að kvótakerfið hefur í raun eyðilagt byggðir á íslandi og nánast eyðilagt þorskstofnana við strendur landsins.