Ráðherrann Sigurður Ingi er gallharður á því að vinna vel fyrir kvótahirðina hvað sem á dynur og hafnar öllum leiðum og rökum sem ganga gegn EINOKUN og yfirgangi. Nú hafnar hann uppboðsleiðinni varðandi úthlutun á aflaheimildum á Makríl. Ber hann að ekki sé hægt að bjóða Makrílkvótann hæstbjóðanda þá hirði stór-útgerðin allar heimildirnar og enginn annar kemst þar að.
En ef sett verður regla þar sem ekkert skip má eiga meira en sem nemur tveimur eða þrem fullfermum og verður að veiða part af því magni áður en þeir geta boðið í meira.
Sama má síðan gera varðandi löndun á þessum makríl að allur fiskur verður að vera seldur á Mörkuðum þar sem í gegn tölvu-markað hafa allir möguleika á að kaupa farminn. Minni framleiðendur gætu jafnvel sameinast um einn farm. En vilji útgerð skipsins ekki taka hæsta boði þá tekur hún fiskinn á því verði sem boðið var og sjómenn fá þó sinni hlut.
Að sjálfsögðu væri best að stýra þessu með Sóknarmarki með allan fisk á markað. En það er annað mál.