Jæja sjómenn nú þegar olían hefur fallið „varanlega“ í verði ER þá ekki kominn tími til að afnema „tímabundið“ olíugjald sem núna er kallað kostnaðarhlutdeild. Það voru hörð átök þegar við sjómenn voru á sínum tíma þvingaðir til að taka þátt í olíu kostnaði í formi „tímabundis olíugjalds“ 1,5 %. Sjómenn voru í verkfalli enn einu sinni til að fá leiðréttingu fiskverðs ( fallbyssu fóður útgerðar) en stjórnvöld voru treg að fella gengið. Þá sótti útgerðin þessa kostnaðarhlutdeild í vasa sjómanna sem gerðir voru blóraböglar.

11169081_10153729775930828_1112971528_n
Að útgerðin skuli í skjóli EINOKUNAR hafa komist upp með hótanir og yfirgang gegn sjómönnum er ólíðandi og ætti að vera hlutverk stjórnvalda hverju sinni að standa gegn.

Með fyrirlitslegum aðferðum hefur útgerðin komist upp með í skjóli EINOKUNAR að nýðast á kjörum sjómanna til að hækka þetta gjald sem er komið uppí á bilinu 15 til 25 % og hafa útgerðarmenn hótað brottrekstri (leggja skipum) eða þaðan af verra gangist sjómenn ekki inná að taka á sig þessar kolólöglegu launalækkanir þrátt fyrir skýr ákvæði um skiptarétt sjómanna. (Lögbundin skiptaréttur sjómanna).

Sjómenn þið verðið að muna að ef dregið verður af ykkur „ný skipagjald“ 10 % munið að fá afsal ykkar á hlut í skipinu. Það er ekkert í lögum sem heimilar útgerðinni að taka þessi gjöld af sjómönnum. Standið á rétti ykkar og missið ekki undan ykkur það sem við byggðum upp áður en við vorum REKNIR.

Eins verða sjómenn að passa sig á óheiðarlegum mönnum í félögunum sem villa um fyrir umbjóðendum sínum til að sleikja pústið á ofbeldismönnunum sem lofa þeim Gulli og Grænum þegar framí sækir.

Verst er að heiðarlegir sjómenn mega hvergi láta í sér heyra hvorki í borðsal skipanna, hvað þá á opinberum vettvangi. Menn eru þegar í stað reknir nema þeir heppnustu sem fá vægast sagt „alvarlegt“ tiltal. Svona ofbeldi er hrein skömm á þessu þjóðfélagið.

Það er fróðlegt að heyra  Þorstein Má útgerðamongul af öllum mönnum  koma fram í sjónvarpi og kvarta undan „viðskiptaþvingunum“! Þorsteinn Már hefur langa reynslu af því að beita bæði íslensk (kannski erlend) fyrirtæki og einstaklinga „viðskiptaþvingunum“ og hefur því miður tekist að draga marga af sínum kollegum með sér í þau ofbeldis verk.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!