Er það möguleiki að hægt sé að koma fram með réttlátt fiskveiðistjórnkerfi þar sem ekkert er tekið frá neinum, allir sitja við sama borð og tryggja að þjóðin fái hámarksverð fyrir aðganginn að auðlindinni? ( Samanber nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá).
Já Sóknarmark með allan fisk á markað þar sem á uppboði á fjagra mánaða fresti er uppboð á sóknardögum þar sem útgerðaraðilar greiða prósentu af markaðsverð á markaði fyrir landaðann afla. Sjá myndband.
Sjávarútvegsráðherra ákveður fjölda þorskveiðidaga að fengnu áliti Hafró og sjómanna. Og bætir inní stoppdögum sem þurfa þykir eftir ástandi annarra stofna en þorsk.
Síðan verður þessi prósenta að markaðsverði notað þessa fjóramánuði. Samt sama kg verð og af fyrsta flokks fiski niður um flokka til að hygla ekki skussanum sem ekki kann/nennir að ganga vel frá sínum fiski.
Línu og netabátar munu síðan búa við stopp eins og hryggngingarstopp og páskastopp og yfir sumartímann mun þeim heimilt að róa að vild en mega ekki landa meiru en 30% þorsk þann tíma. Þeir munu borga sama prósentu verð í fjóra mánuði og togararnir.
Handfærabátar munu vera frjálsir innan þess ramma að mega róa 5 sólahringa á sumrin, 3 sólahringa á haustin og vorin en 2 sólahringa á veturna. þeir munu borga sömu prósentu og aðrir af lönduðum afla til ríkissjóðs.
Sama fyrirkomulag verður síðan á uppsjávarskipunum þar sem sóknin í t.d. síldveiðar verður boðin út og verða allir á sókn undir stjórn fiskistofu/Hafró og síðan þegar séð er fyrir endann á vertíðinni er úthlutað t.d. 2 eða 3 fullfermi á hvert skip og vertíðin enduð þannig. Vissar reglur verða í gangi varðandi hvar uppsjávarskipin landa hverju sinni þar sem þeim verður umbunað sem lengst fara með fiskinn á markað (í vinnslu) og eins hversu mikið af afla hvers og eins fer í vinnlsu og hversu mikið fer í bræðslu.
Smábátaveiðar á uppsjávarstofna eins og t.d. Makríl og síld verða frjálsar og hvatt til þeirra eins og kostur er enda fari sá fiskur á nær markaði og í bestu framleiðslu.
Allir hafa leyfi til að eiga skip sem fullnægja almennum skilyrðum veiðiskipa og hafa leyfi til að taka þátt í uppboðinu. Þeir sem ekki ná inní þorskdagana hafa möguleika á að kaupa á markaði karfa í úthafinu og þorsk úr Barrentshafinu en geta síðan tekið þátt í næsta uppboði sem verður mánuði áður en næsta fjagra mánaða tímabil hefst.
Það er vert að minna fólk á að það er ekkert sem réttlætir þessa EINOKUN, skortveiði og óréttlæti sem verið hefur síðustu 30 árin við fiskveiðar Íslendinga. Það er ómælanleg sú eyðilegging sem þessi myrku ár í íslenskri sjávarútvegs sögu hafa valdið ekki bara sjávarútvegi heldur íslensku þjóðfélagi. Hugsun og háttum manna.