Yarrr!
Yarrr!

Píratar boða til málfundar um sjávarútvegsmál kl 13, þann 31. janúar næstkomandi.

Tilgangur fundarins er að upplýsa Pírata og aðra áhugasama um núverandi fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, kosti og galla kerfisins, hliðarárif o.s.frv.
Spurningar úr sal eru æskilegar og vænst fjörlegra umræðna að píratasið.

Fundurinn er haldinn í salnum Esju á Hótel Sögu við Hagatorg/Háskólabíó. Laugardaginn 31. janúar 2015 kl. 13 til 16.

Farið verður yfir sjávarútvegsmálin með helstu hagsmunaaðilum og óháðum aðilum.Tilgangur fundarins er að fá fram sem mestar og bestar upplýsingar sem síðan verða lagðar til grundvallar að stefnu pírata í sjávarútvegsmálum. Fundurin er fyrst og fremst upplýsingasöfnun og umræða. allir þeir sem hafa eitthvað til málana að leggja fá tækifæri til að spyrja mælendur úr sal.

Þeir sem mæla á fundinum verða

Samband fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍU)
Landsamband smábátaeigneda
Ólafur Jónsson Togaraskipstjóri og andstæðingur kvótakerfisins
Guðbjörn Jónsson Höfundur bókarinar Í nærmynd um stjórn fiskveiða

Þeir sem vilja kynna sér betur hvað er í gangi ættu að hlusta á þennan mann áður en þeir mæta á fundinn.
Hann gjörþekkir kvótkerfið frá upphafi og hann þekki hvernig fiskveiðar voru fyrir kvótakerfið og hann hefur fylgst með því hvernig kerfið hefur breyst í tímana rás og hann veit svo sannarlega hvað hann syngur.

Við viljum hvetja fólk til að mæta og kynna sér það sem er að gerast í sjávarútvegsmálum í landinu og hvernig núverandi stjórnvöld ætla sér að koma í gegn frumarpi á vorþinginu sem gerir það að verkum að nýtingarréttur allra sjávartegunda í kringum landið verði komið í hendur útgerðargreifana næsta aldarfjórðunginn.
Ég hef heyrt í óstaðfestum fréttum að það eigi að breyta frumvarpinu með þeim hætti að almenningi verði óheimilt að róa út fyrir fjörusteinana og veiða sér í soðið og þeir sem verða uppvísir að því, geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og jafnvel fangelsi.
Allt verður þetta kynnt vel og vandlega á Hótel Sögu þann 31. janúar næstkomandi en þar munu félagar í Sóknarhópurinn mæta og koma á framfæri sínum skoðunum í útvegsstefnu fyrir íslands og má segja að þar verði varpað inn sprengju í íslenskt stjórnkerfi sem á eftir að skapa gríðarlega miklar umræður um það arðrán sem á sér stað í íslensku þjóðfélagi.
Enn og aftur, hvetjum alla sem vilja hag íslands sem mestan og bestan til að mæta í salinn.

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!