Hvers vegna er stjórn fiskveiða með SÓKNARMARKI OG ALLAN FISK Á MARKAÐ sjálfbærari veiðar en nokkurn tíma kvótastýring og langt frá því að vera hemjulausar veiðar eins og kvótakerfið er allt of oft?

Sjálfbærar veiðar byggjast á því að hámarka afrakstur miðanna á sama tíma og uppbygging er tryggð. Með allan fisk á markað eru gæðin tryggð með verð-hvata og komið í veg fyrir brottkast þar sem það er sjómönnum í hag að bera allan fisk að landi án þess að vera refsað fyrir. Fjöldi daga í Sóknarmarki er ákveðinn á sameiginlegum fundum fiskifræðinga og sjómanna (var fyrir kvótann) og verða þeir fundir ráðgefandi fyrir ráðherra. Betra eða verra ástand fiskstofna en menn áætluð færi þjóðinni síðan meiri eða minni afla. Ástand miðanna hefur þannig síðasta orðið um heildar afla.

Í kvótakerfi bregður allt of oft við að menn hafa keypt eða leigt til sín kvóta á okur verðum og dugar þá ekkert nema hæsta meðalverð fyrir fiskinn til að ná hagnaði út úr veiðunum. Þá er minni fiski hent í stað stærri fisks. Af frystitogurum heyrast því miður því miður enn ljótari sögur. Algengar sögur eru að menn skófli inn fiski og hendi því sem ekki passar í vélarnar og eins sé kastað “í tíma” til að fá ferskan fisk innfyrir og þá er restinni af eldra holinu(fiskurinn farinn að slakna)  kastað út. Þetta er gert á sama tíma og við bönnum handfæra sjómönnum að bjarga sér og keyrum þá frekar í gjaldþrot en að afnema arfavitlaust kvótakerfi.

Strandveiðar var tilraun til að brjóta niður óréttlætið í veiðunum en því miður reyndist það hið versta skrímsli eins og allt sem kemur frá stjórnmálamönnum sem halda að stjórn sé sama sem atkvæða veiðar. Kerfið er svívirðing við sjómenn sem neyðast til að taka þátt.

Nei. Bættari kjör almennings á Íslandi liggja í afnámi kvótans og upptöku Sóknarmarks með allan fisk á Markað þar sem allir sem vettlingi geta valdið geta farði í veiðar eða vinnslu og barist þar um fiskinn í jafnri samkeppni við aðra.  Slíkt umhverfi mun færa okkur  aukið flæði fjár aftur um hendur fólksins og þannig spóla hjólum atvinnulífsins af stað. Ekki bara í sjávarútvegi heldur einnig í hliðargreinum og opinberum rekstri.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!