Við „eldri kynslóðin“ ólumst upp í stéttlausu þjóðfélagi þar sem öll börn komu jöfn hlið við hlið í skólann. Ekki var greinarmunur á hvort fjölskyldan hafði auðgast á viðskiptum eða útgerð, bjuggu í stærra húsi eða áttu sér sumar afdrep og/eða keyrðu á betri bílum. Ég man ekki eftir að verða vitni að að menn með betri afkomu hreyktu sér af milljarða auð eða reyndu að kýla niður almúgann í krafti auðs og græðgi eins og við verðum vitni að núna þar sem almenning sem hrundi úr góðum kjörum í fátækt er boðið að 6 ára bið eftir bættum hag taki enda eftir 10 ár ef þau gerir ekki kröfur til að eiga í sig og á núna.

En græðgin fæddist með kvótanum. Eins og við börðumst gegn kvótanum með oddi og egg gerðum við okkur ekki grein fyrir að til væri í landinu fólk haldið slíkri græðgi og frekju sem raun bar vitni. Með kvótanum opnuðust dyr að auðævum þjóðarinnar sem með auknum fólksfjölda í Evrópu og urðu dýrari og dýrari með aukinni geymslu tækni og örum flutingum til og frá landinu. Eftir mikið góðæri í landinu við komu hinna fullkomnu skuttogara 1972 til 1983 kom að því að bændaklíkan á Norðurlandi gat ekki sætt sig við að sitja við sama borð og borgarlýðurinn fyrir „Sunnan“ eða „kotbændurnir“ á Vestfjörðum enda mikið æðra fólk og betur gefið.

Í skjóli fimmfalds kosningavægi atkvæða sinna og  ráðherra rembings vinstrimanna tókst þeim að kollvarpa góðu stjórnkerfi fiskveiða sem sátt var um og búið var að færa þjóðinni mesta góðæri sem fólkið hafði séð fyrr og síðar.  Skipti nú engum togum þeir byrjuðu að sanka að sér þorskveiði réttinum og til að borga fenginn var ráðist á smáfiskinn fyrir Norðurlandi og var græðgin slík að ekki linntu þeir látunum fyrr en búið var að rústa sterkasta þorskstofni veraldar og 1990 eftir 7 ár í viðjum kvótans fékkst okkar minnsti þorksafli frá því mælingar hófust og þrátt fyrir 3 földun heimsmarkaðsverðs á þorski voru útgerðir landsins gjaldþrota (s.br. Jon Gunnarsson).

1990 til 1993 þrátt fyrir mikla hækkun heimsmarkaðsverðs á fiski barðist útgerðin í bökkum og lá beinast við að snúa aftur til Sóknarmarksins sem reynst hafði svo vel fyrir kvótann þrátt fyrir lægra fiskverð. En grægin í völd og vellíðan að vera jafnari en aðrir landsmenn hafði heltekið lítilsfjörlegt hyski í röðum útgerðarmanna sem með útsmognum lygum og falsi náðu inní raðir pólitískra flokka og gátu framlengt líf kvótans. Og bætt um betur og opnað leið til að drepa af sér samkeppnina opnað leið til að sanka að sér kvótana með því að koma í veg fyrir að veiðin sem jókst hratt eftir að smáfiskasvæðin fyrir Norðurlandi voru girt af aftur. Aðferðinni var lýst þannig að ekki mætti auka við kvótann „því þeir væru ennþá að deyja“ (stjórnarformaður Hafró 1993).

Sjálfstæðismenn höfðu fram að þessu barist gegn þessari þróun og þeirri gífurlegu spillingu sem átti sér stað í kringum SÍS mafíuna og náðu til dæmis að brjóta á bak aftur fáránlega EINOKUN Mjólkur Samsölunnar á sölu mjólkurvara í Reykjavík. En því miður brugðust krosstré sem önnur tré þegar spillt hysi komst óvænt til valda í Flokknum um þetta leiti og þrátt fyrir stuðning kjósenda við að MOKA FRAMSÓKNARFLÓRINN lagðist nýkjörinn formaður Flokksins svo lágt að gera leynilegt (leynifundir LÍÚ) samkomulag við innsta kjarna útgerðarmanna og í stað þess að Sjálfstæðisflokkurinn svaraði kalli 45% kjósenda í landinu og  myndaði viðreisnarstjórn var gegnið í eina sæng með Bændamafíunni og stefnan sett á að binda sjávarútveg og fiskveiðar í vistarbönd EINOKUNAR og kvótastýringar.

Hófst nú uppúr 1995 versta og spilltasta stjórnarfar á landinu. Meiri en nokkur Evrópuþjóð hefur mátt þola fyrr og síðar. Ekki var nóg með að EINOKUNIN í sjávarútvegi væri hert heldur voru ríkisbankarnir þvingaðir til að taka að veði kvótana eign þjóðarinnar sem um skýra gull væri að ræða og lána út á kvótaveðin stjarnfræðilegar upphæðir sem voru ekki í neinu samræmi við eignar og rekstrarstöðu útgerðarfyrirtækjanna.

Með þessu komst fámenn kvótahirð upp með að draga sér ódýrt fé í skjóli pólístísrar spillingar. Ódýra peninga sem vitað var að aldrei væri hægt eða stæði til að borga til baka. Þetta ódýra fé var notað til að sanka að sér kvótum og grafa sig inní óskyldar greinar íslensk atvinnulífs til að auka völd sín og tryggja sér og afkomendum sínum ævarandi forskot í íslensku atvinnulífi. Hvaðan kom SA???

Ekkert bankakerfi eða atvinnulíf smá þjóðar gat þolað svona svínarí og svo fór sem fór og efnahagur Íslensku þjóðarinnar hrundi og þjóðin sem fyrir kvótann stenfdi á að verða ríkasta velferðarþjóð veraldar varð að róa lífróður til að halda sér á floti og horfa á margra ára sparnað og eignir sópast burtu vegna óðagærðgi fárra útgerðarbófa.

Reiðin kraumaði nú með þjóðinni sem hafði verið svívirt svo heiftarlega og við leyfðum okkur að segja hingað og ekki lengra. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins varð að víkja og spilltum hundingja var hent út úr Seðlabanka landsins eftir síendurtekin afglöp hans fyrst sem forsætisráðherra og síðan sem seðlabankastjóra. Já íslenska þjóðin gerið byltingu og efnt var til kosninga en því miður gerðum við okkur ekki grein fyrir hversu stjórnmálin voru orðin spillt í kringum kvótagullið og hversu rík völd útgerðin hafði í gegnum ofurskuldir  fyrirtækjanna. Þrátt fyrir góðan vilja nokkurra þingmanna og einstaka ráðherra var Alþingi svínbeygt með hótunum um risagjaldþrot útgerðarfyrirtækjanna. Komið var í veg fyrir að kvótaskrímslinu yrði fyrnt og langþráð Stjórnarsrká var skotin út af borðinu í trássi við mikinn meirihlutavilja þjóðarinnar.

Ríkisstjórnin „vonarneistinn“ mistókst hrapalega vegna þess að innan þeirra raða voru óheiðarlegir menn sem ekkert erinid áttu inn á Alþingi. Óheiðarlegir menn sem þáðu mola í brúnum umslögum af borðum kvótagreifanna  og gengu erinda þeirra innan ríkisstjornarinnar sem fólkið hafði bundið vonir sínar við. Fólkið vonsvikið og ringlað gerði sér enga grein fyrir hversu rotið stjórnmálalífið var álpaðist inná kjörstað við fyrsta tækifæri eftir ófarir ríkisstjórnar Jóhönnu og kusu leppa útgerðarinnar og bændamafínnar yfir sig. Fólk sem grímulaust tók sæti á Alþingi til að ganga erinda óheiðarlegra manna sem halda á fjöreggi þjóðarinnar.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!