Engu lagi er líkt hversu við sem þjóð Íslendingar höfum látið stjórnmálamenn komast upp með að hundsa skýlausan vilja meirhluta þjóðarinnar í kvótamálinu. Frá upphafi kvótans hafa allar skoðanakannanir sýnt að um og yfir 70% þjóðarinnar hafna kvótakerfinu og vilja breytingar.
En á meðan við látum Alþingi komast upp með að misþyrma skoðunum okkar ár eftir ár og áratug eftir áratug ganga Alþingismenn erinda kvótahirðarinnar og hjálpa þeim að þrengja EINOKUN sína á kvótanum. Opna leiðir fyrir þau að veðsetja eign þjóðarinnar og prenta sér ódýra peninga til að kaupa sig inní atvinnulífið og skapa þar sitt svikula umhverfi þar sem komið er í veg fyrir jafna samkeppni og unnið að því að gera launþega áhrifalausa um sín kaup og kjör.
„Sáttaleiðin“ og nú „Markrílfrumvarpið“ eru frumvörp sem skrifuð eru af LÍÚ og her þeirra af „sérfræðingum“. Sérfræðingum í fiskveiðum og vinnslu? Neeei sérfræðingum í lygaáróðri og skítaplotti úr Háskóla Íslands. Í hverri einustu grein þessara tveggja frumvarpa eru lykkjur og lagakrókar sem gegna því hlutverki að eyðileggja og skerða yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindinni og færa útgerðaraðlinum eignarréttinn eða eign á nýtingarréttinum.
Sjáum t.d. þessa fáránlegu 3. gr. sem grímulaust sýnir hversu undirferlið og svikin eru augljós.
Tímabundnar aflahlutdeildir.
Aflahlutdeildir sem úthlutað er skv. 4. gr. eru tímabundnar og halda gildi sínu í sex ár frá gildistöku laganna. Óheimilt er að fella þær úr gildi, að hluta eða öllu leyti, með minna en sex ára fyrirvara. Sex ára gildistími aflahlutdeilda framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn hafi ákvæði þessu ekki verið breytt fyrir 1. janúar ár hvert.