Engu lagi er líkt hversu við sem þjóð Íslendingar höfum látið stjórnmálamenn komast upp með að hundsa skýlausan vilja meirhluta þjóðarinnar í kvótamálinu. Frá upphafi kvótans hafa allar skoðanakannanir sýnt að um og yfir 70% þjóðarinnar hafna kvótakerfinu og vilja breytingar.

 

11160110_10153729776005828_384114716_n
Og enn erum við að berjast við svikin á Alþingi þar sem leppar útgerðar vinna að því að afsala þjóðareinginni í hendur fárra.

En á meðan við látum Alþingi komast upp með að misþyrma skoðunum okkar ár eftir ár og áratug eftir áratug ganga Alþingismenn erinda kvótahirðarinnar og hjálpa þeim að þrengja EINOKUN sína á kvótanum. Opna leiðir fyrir þau að veðsetja eign þjóðarinnar og prenta sér ódýra peninga til að kaupa sig inní atvinnulífið og skapa þar sitt svikula umhverfi þar sem komið er í veg fyrir jafna samkeppni og unnið að því að gera launþega áhrifalausa um sín kaup og kjör.

„Sáttaleiðin“ og nú „Markrílfrumvarpið“ eru frumvörp sem skrifuð eru af LÍÚ og her þeirra af „sérfræðingum“. Sérfræðingum í fiskveiðum og vinnslu? Neeei sérfræðingum í lygaáróðri og skítaplotti úr Háskóla Íslands. Í hverri einustu grein þessara tveggja frumvarpa eru lykkjur og lagakrókar sem gegna því hlutverki að eyðileggja og skerða yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindinni og færa útgerðaraðlinum eignarréttinn eða eign á nýtingarréttinum.

Sjáum t.d. þessa fáránlegu 3. gr. sem grímulaust sýnir hversu undirferlið og svikin eru augljós. 

Tímabundnar aflahlutdeildir.

Aflahlutdeildir sem úthlutað er skv. 4. gr. eru tímabundnar og halda gildi sínu í sex ár frá gildistöku laganna. Óheimilt er að fella þær úr gildi, að hluta eða öllu leyti, með minna en sex ára fyrirvara. Sex ára gildistími aflahlutdeilda framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn hafi ákvæði þessu ekki verið breytt fyrir 1. janúar ár hvert.

Orðið „tímabundnar“ er sett þarna inn þótt hér séu nú þegar tímabundnar úthlutanir til eins árs og hafa alltaf verið til eins árs og algerlega óþarfi að breyta því. En höldum áfram og sjáum hvað höfundar eru að reyna að gera með þessum orðaleik.
framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn hafi ákvæði þessu ekki verið breytt fyrir 1. janúar ár hvert. Hér er verið að gera stór svik sakleysisleg í augum lesanda því ekki einatt mun ríkisstjón LÍÚ ætla að segja ákvæðinu upp hvað sem aðrar ríkisstjórnir myndu hugsalega gera í framtíðinni heldur láta ákvæðið standa og þá bætis sjálfkrafa við 1 ár á hverju ári og t.d. í enda kjörtímabilsins eru þetta orðin 8 ár í stað 6 ára eins og reynt er að ljúga að þingi og þjóð. Og mun þá skapast sá ómöguileiki að alltaf þarf 2 þing til að afmá þennan tímabundna gjörning.
Kæru landsmenn það er í okkar höndum að taka fram fyrir hendur þeirra sem eru í krafti pólitískrar spillingar að reyna að svíkja út úr okkur og afkomendum okkar auðlindina sem gæti gert Ísland að einni mestu velferðarþjóð veraldar næstu áratugina. Hér er verið að freista þess að búa til fyrirsjáanleika sem duga mun til að kalla inn erlenda fjárfesta sem kaupa munum upp fiskveiðiréttinn og ef við ætlum að hafa eitthvað með fiskveiðar og vinnslu verðum við eða ríkissjóður að kaupa til baka réttinn sem nú er verið að afsala á þinginu,

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!