Níels A. Ársælsson
Níels A. Ársælsson

Orðið þöggun hefur óvænt skotið upp kollinum í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu.  Ekki er ósennilegt að föðurland okkar skipi einstakan sess meðal þjóða í hinum vestræna heimi.  Rætt er um hvort þöggun ríki eða ekki í Þjóðkirkjunni, hvort viðkvæm mál, eins og kynferðisbrotamál starfsmanna kirkjunnar, hafi verið þögguð þar niður á undanförnum árum og áratugum.

Ein er sú þöggun sem lítið hefur verið rætt um opinberlega síðustu misseri þó svo að málið sé all stórbrotið og varðar gríðarlega hagsmuni þjóðarinnar.

Árlegt brottkast og kvótasvindl á Íslandsmiðum er ekki undir 50-70 þúsund tonnum!

Aldrei áður hefur jafn miklu magni af fiski í öllum tegundum verið kastað í sjóinn eins og á þessu ári. Fiskveiðiárið sem nú er að hefjast þann 1. september mun að öllum líkindum slá út allt það sem menn hafa áður séð í þessum efnum. Leiða má líkum að því að ef ekki verða breytingar á úthlutuðum heildarafla og breytingar fiskveiðistjórnunni mjög fljótlega þá fari brottkast og kvótasvindl yfir 100 þúsund tonn í öllum tegundum bolfisks.

Líkt og Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti heldur því fram að helförin hafi verið lygi reyna forystumenn Hafró og LÍÚ að segja okkur að brottkast og kvótasvindl í illræmdasta kvótakerfi veraldar sé lygi.

Tálknafirði 25. ágúst 2010,
Níels A. Ársælsson.

Heimild : skutull.is

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!