Marill

Jón Guðni Kristjánsson

Í allri vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar undanfarin ár hefur verið gert ráð fyrir ákvæði um sjávarauðlindina í einkaeign. Er makrílfrumvarp til marks um grundvallar stefnubreytingu?

Makrílfrumvarp Sjávarútvegsráðherra felur í sér róttæka stefnubreytingu um grundvallaratriði íslenskrar fiskveiðistjórnar að mati Skúla Magnússonar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og dósents við lagadeild Háskóla Íslands. Hann veltir fyrir sér hvort um sé að ræða fyrsta skrefið í þá átt að hverfa frá þeirri stefnu að fiskveiðiauðlindin verði í þjóðareign. Hér má hlusta á viðtal Spegilsins við Skúla.

Heimild : ruv.is