Freyr Gígja Gunnarsson Fiskistofa telur óraunhæft að úthluta makrílkvóta á þessu ári samkvæmt ákvæðum frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegsráðherra. Umfangsmikla vinnu þurfi innan Fiskistofu til að hrinda frumvarpi ráðherrans í framkvæmd en stofnunin eigi erfitt með að taka við nýjum verkefnum. Þetta kemur fram í umsögn Fiskistofu um frumvarpið sem send var atvinnuveganefnd Alþingis í dag. […]