Við lestur Laga um stjórn fiskveiða er greinilegt að þar hafa að komið menn sem skynjuðu hætturnar sem fólust í kvótakerfinu og hversu illa það féll að stjórnun fiskveiða við fjölstofna veiði.
Núna þegar Hafró „má“ loksins viðurkenna að allt er fullt af fiski á miðunum þá er í þriðju grein laganna ákæði um að „ráðherra má auka veiðina“ á þorski þegar í stað.
Þetta væri mjög æskilegt til að minnka þennan stóra fisk í umferð og hlífa þannig seiðum og smá fisk og skapa meira rými fyrir yngri fisk í uppvextinum.
Ásetningin á miðunum er alltog alltof mikil eins og ástandið er núna og ekkert nema gott ef við getum tekið meiri fisk í útflutning. Eins að sama skapi mætti stórauka veiði á karfa, ýsu og sennilega ufsa líka. Góður garðyrkjumaður sem þykir vænt um garðinn sinn hann grisjar og gefur plöntunum pláss til að njóta sín,