Allan þennan tíma frá setningu kvótans hefur útgerðin haft tögl og haldir á þingmönnum og fáir þorað eða haft roð í það ofurefli sem við er að eiga.
Þetta kom best í ljós þegar fyrri ríkisstjórn ætlaði að fara að vilja þjóðarinnar og innleiða fyrningarleiðina og varðandi stjórnarskrármálið þar sem jafnvel Hæstiréttur lagðist á árar útgerðarm…..ar.
Núna horfum við uppá mikinn meirihluta á Alþingi reyna að troða ofaní þjóðina Makrílfrumvarpi sem ekki fer á milli mála að er samin af LÍÚ. Þar sem á undirförulan hátt er reynt að svíkjast aftan að þjóðinni. Úthlutunin á að verða nánast öll til kvótagreifanna og til eilífðar í stað eins árs í senn eins og núna standa lög til. Eins á frumvarpið verði það að lögum að „taka yfir öll önnur lög“. Þetta er gert til að eyðileggja vörn okkar þjóðarinnar sem fólgin er í nú gildandi lögum um stjórn fiskveiða.
Svo lágt leggjast þessir menn að það Alþingi og umboðsmaður Alþingis eru látin taka þátt í skollaleik þar sem Ísfélagið í Vestmannaeyjum kærir ríkið fyrir að stjórna fiskveiðum á Makríl með „reglugeðum“! Þetta eru rakalaus málaferli því að í 10 ár voru öllum veiðum stjórnað með reglugerðum. Í Sóknarmarki gaf ráðherraút reglugerð á hverju ári hve marga daga mátti veiða og hvernig skyldi taka þorskdaga.
Ekkert má verða til þess að þetta frumvarp og nýja kvótafrumvarpið sem enn er í bið fari í lög. Hér er grímulaust verið að nóta rotið fólk á Alþingi til að sölsa undir fáeinar fjölskyldur stærstu auðævi þjóðarinnar og koma í veg fyrir að við getum til framtíða byggt hér það velferðar þjóðfélag sem við eigum skilið.