Með Sóknarmarki mun afli stór aukast og þar með útflutningstekjur þjóðarinnar. Það mun hækka gengi krónunnar og þar með kaupmátt allra launþega, lífeyrisþega og allra bótaþega. 

Bara með því að allur fiskur fari á markað munu tekjur Sóknarstýring betri en kvótinnríkissins hækka meira en um veiðigjöldin!! (SF bullið). 

Með því að afnema kvótann og setja á sóknarmark munu sjómenn aftur fá til baka „kostnaðarhlutdeildinda“ sem mun skapa enn meiri tekjur ríkissjóðs.

Með því að allur fiskur fari á markað mun „HÆKKUN Í HAFI“ hverfa og það mun einnig hækka tekjur ríkis og sveitarfélaga.

VIN VIN fyrir íslenska þjóð sem mun aftur skipa sér í sess ríkustu þjóða heims.

Er „Sóknarmark með allan fisk á markað“ gott stjórnkerf fyrir fiskveiðar Íslendinga?

Á móti kvótanum
Þetta sögðum við álitsgjafar í sjávarútvegi í viðtölum við Moggann (fyrir DO) 1985 eftir eitt og hálft ár í kvótaruglinu.

Já íslenska SÓKNARMARKIÐ er alls ekki óheftar veiðarheldur þvért á móti miklu sjáfbærari veiðar en kvótinn með brottkasti og skortveiði þar sem fiskurinn afétur sig eins og núna og oft áður án þess að fáist að veiða. „Íslenska sóknarmarkið“ var sett á og slípað í samvinnu ráðherra, sjómanna og útgerðarmanna og virkaði svo vel að það var SÁTT innan sjávarútvegs allan tímann um kerfið. Á móti því að það var mikil ósátt um kvótann frá fyrsta degi (sjá viðtöl á mynd). Sem stjórnkerfi virkaði Sóknarmarkið þannig að fengnu áliti fiskifræðinga og sjómanna gaf ráðherra út reglugerð um fjölda þorskveiðidaga allra togara á þrem tímabilum yfir árið. Restina af tímanum máttu skipin veiða aðrar tegundir en höfðu samt leyfi til að veiða þorsk eftir þeirri reglu að 30% tímans máttu skipin hafa 30% af þorski, 30% tímans 20% af þorski í afla og alltaf 15% af afla þorsk. Handfæra og smábátaveiðar voru frjálsar og stutt stopp yfir veturinn er eitt stórt þorskbanns stopp yfir sumarið. Skipin urðu að vera 4 daga frá þorskveiðum til að tíminn teldist frá Þorskveiðum. Kerifð var mjög einfalt og þjált í meðförum og aðeins 11 manns hjá Fiskistofu að fylgjast með 130 togurum.

 

Aldrei síðan veiðar hófust hafa gæði á fiski aukist eins mikið og á árunum 1977 til 1983 í Sóknarmarkinu og gerðist það þrátt fyrir að hér væri fast verð eða Landssambandsverð á fiski sem sýnir hve íslenskir sjómenn voru fljótir að tileinka sér nýja tækni „kassa og ísvélar“ við frágang á fiski. Þessi góði frágangur um borð í skipunum í Sóknarmarkinu skilað okkur stærstu markaðsigrum sem við höfum náð fyrr og síðar og því miður en týnt eftir 30 ár í kvóta.

Gerum okkur grein fyrir að 90% af togara flotanum var nýr á þessum árum og komnir voru 130 togara árið 1983! (Mistök ráðherra að eigin sögn). En samt var jákvæð EBIDA hjá útgerðinni miðað við að þrátt fyrir meira en tvöfallt hærra heimsmarkaðsverð á fiski átti útgerðin ekki fyrir skuldum og var tæknilega gjaldþrota 1993!!! Eftir 10 ár í kvótakerfinu. Ímyndið ykkur hver staða útgerðarinnar hefði verið 1993 ef við hefðum haldið áfram með Sóknarmarkið eins og meirihluti þjóðarinnar og útgerðarinnar 1985 (sjá mynd) vildi skilyrðislaust.

Hvers vegna stend ég harður á því að við eigum að fara nákvæmlega þessa leið í stjórn fiskveiða?

Til að rétta við efnahag þjóðarinnar þurfum við skilyrðislaust að byrja aftur að nýta miðin okkar og veiða fiskinn. Með því að gera það með Sóknarmarki og allan fisk á markað munum við auka við togaraflotann 35 ferskfisktogurum. Leyfi fyrir þeim verða seld á uppboðsmarkaði þar sem aðeins alls óskyldir aðilar munu fá réttinn til að kaupa þessi skip. Og með allan fisk á markað munu allir sem vilja og geta unnið fisk hafa jafnan aðgang að fiskvinnslu. Handfæraveiðar frjásar og bátar undir vissum takmörkunum á þorskveiðum. Þetta fyrirkomulag mun auka aflann og fjölga í greininni. Minni pláss geta stofnað almennings hlutafélög og keypt togara og startað fiskvinnlsu í kringum hann. Allur fiskur úr togaranum fer á markað svo smærri aðilar hafa aðgang að afla skipsins og afla smábáta svo og afla af öðrum mörkuðum hringinn í kringum landið og mun fiskur fljóta í stórum stíl milli landshluta og leita til þeirra sem gætu gert mestu verðmætin úr fiskinum.

Á mörkuðunum munum við síðan taka veiðigjöld þar sem miðað við lágmarksafla t.d. 300 þus tonn af þorski yrði tekið gjald sem dekkaði allan kostnað af greininni. Síðan þegar betur áraði (80% tilfella) myndi verða afgangur sem rynni í auðlindasjóð sem Samfylkingin kæmist ekki í heldur væri fyrir sérverkefni til hagsbóta fyrir þjóðina alla.

Þetta fyrirkomulag mun stór auka flæði fjár um allt land og það mun fjölga fólki í byggðum landsins og í stað fækkunar mun fjölga á landsbyggðinni og í fiskvinnslu sem aftur mun byrja að keppast um besta fólkið eins og skipin. Þetta stór aukna flæði fjár og miklu umsvif í kringum sjávarútveg munu stór auka tekjur sveitarfélaga og ríkissins sem aftur gæti hafið viðhald og uppbyggingu velferðarkerfisins eins og gert var fyrir kvótakerfið.

Með þessu kerfi þar sem vinnandi fólk nær aftur vægi sínu í þjóðfélaginu munu íslenskir launþegar aftur ná sömu kjörum og tíðkast í löndunum í kringum okkur á 3 árum. Með þessu er ekkert tekið frá neinum bara fleiri munu koma að framleiðslu og verðmætasköpun og allir munu hagnast eins og vera ber hjá ríkustu þjóð veraldar.