Ekki benda á mig og segja samsæriskenningar. Ekkert sem er búið að ske í þessu þjóðfélagi og EINOKAÐ hefur auðinn frá þjóðinni eru tilviljanir. Þeir komust af stað með þetta 1983 og þrátt fyrir hrun á afkomu útgerðarinnar á fystu 10 árum kvótans var kvótinn framlengdur og bætt inn frjálsu framsali og síðan hafa tökin verið hert alla tíð síðan.
Sjáið lítið dæmi: „sáttaleið“ kom inná þing. Allt varð vitlaust og greinilegt að frumvarpið færi ekki í gegn. Þá var sett upp leikrit milli Framsóknar og sjálfstæðis og frumvarpið sett á ís. Eee ok
Þá dúkkar allt í einu upp Makríl frumvarp jafn undirförlt og „sáttaleiðin“ og allt verður vitlaust og 30 þús manns skrifa yfir helgi undir áskorun á Forseta Vorn.
Kemur þá af öllum mönnum Kolbeinn Árnason frá SFS og segist vera sammála þjóðinni. Látum nú ekki plata okkur þetta er allt einn skollaleikur og allt gert til að slá ryki í augu fólks. Náttúrulega er þetta Makríl frumvarp komið frá LÍÚ (SFS) nákvæmlega eins og „sáttaleiðin. Sést strax við lestur frumvarpsins. Aldrei hafa jafn lúaleg og undirförul frumvörp sést í þinginu og greinilega frá sömu höfundum sem koma frá HÍ og hafa verið í ára raðir á launum hjá LÍÚ.
Hér er sannarlega verið að snuða alla landsmenn um hundruðir milljarða króna og möguleikann á góðu lífi. Munum að eftir hrun þá er LÍÚ = SA. Milljarða skuldsettning útgerðarinnar fjárfest í íslensku atvinnulífi gagn gert til að ná völdum í þjóðfélaginu. Þessum milljarða skuldum var beitt gegn fyrri ríkisstjón til að koma í veg fyrir fyrningu kvótans.
Kæri lesandi. Aldrei hefur fiskveiðiauðlindin verið jafn verðmæt og haft jafn góð tækifæri til að gefa okkur meiri arð en nokkru sinni. Þessi mikli arður verður ekki tekinn og skipt réttlátlega meðal þjóðarinnar nema AFNEMA kvótann og taka upp SÓKNARMARK með allan fisk á MARKAÐ. Með því að sameinast um þetta markmið munum við afnema óréttlætið og mannréttindabrotin sem hér eiga sér stað. Við munum stór auka flæði fjár um allt þjóðféalgið og eins munu tekjur ríkis og sveitarfélaga aukast verulega og þar með öll umsvif hins opinbera á jákvæðan hátt. Og það sem er mest um vert fyrir launþega, lífeyrisþega og bótaþega er að gengi krónunnar mun styrkjast verulega og þar með mun kaupmáttur launa hækka sem því nemur.
Ólafur Örn Jónsson
Togaraskipstjóri og Fiskveiðifræðingur með yfir 40 ára reynslu í sjávarútvegi og reynslu af stjórnun fiskveiða. Er á facebook og í sóknarhópnum lukuðum hóp þar sem við ræðum eyðileggingu kvótans og þær lausnir sem færar eru út úr þeirri krísu sem við erum í.