Ráðherra nýtir ekki heimildir í lögum og eykur þorskveiðar þótt nauðsyn beri til.

0
Share

11173587_10153729793705828_1571145499_n
Í 3. gr. Laga um stjórn fiskveiða stendur skýrt og greinilega “Ráðherra er heimilt innan fiskveiðiársins að auka eða minnka leyfðan heildarafla einstakra botnfisktegunda”.
Nú þegar búinn er að vera landburður af þorski og fleiri tegundum frá hruni án þess að heimild hafi verið gefin til að veiða er Hafró loksins búin að viðurkenna að hér sé mikið af fiski. Og núna í kjölfarið þegar heyrast háværar raddir um að stórþorskur sem er í miklu mæli á miðunum sé að éta ungviði þorsks og ýsu þá verður að teljast æskilegt og nauðsynlegt að ráðherra grípi inní og nýti ákvæði laga og stórauki veiðiheimildir á þorsk þegar í stað og gefi smábátaveiðar frjálsar.
Þetta ákvæið í lögum er ekki af ástæðu lausu. Hér áður fyrr komu hugsandi menn að gerð laga um stjórn fiskveiða sem gerðu sér grein fyrir að þegar átt er við náttúruna verður að vera hægt að bregðast við.
Og gleymum ekki því að þjóðinni bráð vantar gjaldeyri sem fyrst ekki síst til að rétta við gengi krónunnar og hækka kaupmátt launa, lífeyris og bóta eða ætlar þessi ríkisstjórnin grímulaust að koma í veg fyrir hækkun gengisins til að viðhalda óðagróða Moggahirðarinnar á kostnað þjóðarinnar?? GERUM EITTHVAÐ.

%d bloggers like this: