Patreksfirðingar hafa ekki verið miklir þáttakendur í loðnuveiðum núna undanfarin ár. Þeirra helsta loðnuskip var í mörg ár Helga Guðmundsdóttir BA sem stundaði loðnuveiðar hérna á árum áður.
Í líkingarmáli má segja að í gær hafi Patreksfirðingar eignast nýjan “ loðnubát“ þegar að línubáturinn Brimnes BA algjörlega á nösunum til lands eftir risatúr á línuna.
Brimnes BA rær með beitningavél og er með 24 þúsund króka, það samsvarar 48 500 króka bölum
Báturinn er eins og loðnubátur þarna á myndinni
eða 60 400 króka bölum,
Þeir lentu í algjöru steinbítsmoki því þegar upp var staðið þá var báturinn gjörsamalega orðinn kjaftfullur og einn stærsti róður bátsins orðinn að veruleika
Til Patreksfjarðar komu svo þeir á Brimnesi BA með 40 tonn og af því var steinbítur 36 tonn.
þetta gerir 832 kíló á bala miðað við 500 króka
og 666 kíló á bala miðað við 400 króka
Það í sjálfu sér er ekki met því að í vetur fékk t.d Hrefna ÍS 818 kíló á bala miðað við 400 króka bala.
Það má geta þess að deginum áður þá komu þeir á Brimnesi BA með 24 tonn að landi og hafa því landað 64 tonnum í aðeins 2 róðrum
Janus Traustason tók ansi flottar myndir af Brimnesi BA og verður að segjast að þetta er ansi fallegt að sjá bátinn svona .
Báturinn er eins og loðnubátur þarna á myndinni

Kafsiginn báturinn


Myndir Janus Traustason
svo hérna í lokinn ein mynd af bátnum svo til tómum til að sjá muninn á honum

B rimnes BA mynd Halldór Árnason
http://www.aflafrettir.is/frettir/grein/lodnubaturinn–brimnes-ba/578
Facebook Notice for EU!
You need to login to view and post FB Comments!