Þrællinn skilur ekki og hefur aldrei upplifað FRELSIÐ

0
Share

Þegar menn berjast gegn þrælahaldi er eitt það erfiðasta að þrællinn skilur ekki frelsið. Frelsið sem hann hefur aldrei lifað eða notið. Það er hættulegt í lýðræðisríki að byrja að hundsa frelsið og setja menn á klava miðstýringar og byggja múra EINOKUNAR því þá byrjar þú að ala upp kynslóðir sem byrja að neyðast til að sætta sig við frelsis skerðingu og eins og sjómenn hafa mátt þola sí aukna miðstýringu og aukna EINOKUN.

Þegar ég ræði við yngri menn í sjávarútvegi í dag eru alltof margir sem eru hreint út sagt “hræddir” við hugtakið FRELSI og halda því fram að það verði að vera ofstjórn. Menn megi aldrei fara út og veiða eins og þeir vilja og geta? Það verði að vera “eigendur” af einhverjum úthlutunum eða kvótum?

Við sjómenn og útgerðarmenn hófum ekki stjórn fiskveiða til að missa eða týna frelsinu því verðmætasta sem við áttum heldur til að auka frelsið seinna meir. Auka samkeppnina og sóknina í betri gæði og hærri verð.

Týnum ekki frelsinu um leið og við verjum EINOKUN þeirra gráðgugu.

11185633_10153729771200828_725701061_n

Íslendingar tóku hættulega stefnu þegar þeir létu þvínga sig í kvótastýringu á fiskveiðum og afnámu frelsi til handfæraveiða.

%d bloggers like this: