Ég var að leita af kastljósþætti á youtube, sem ég fann reyndar ekki. En það var margt annað sem ég gat rifjað upp.
Það má segja að Lára Hanna Einarsdóttir sjái alfarið um að uppfæra mig og taka mig í upprifjanir á skítlegu eðli alþingismanna undanfarna áratugi.

En, Halldór Ásgrímsson er kanski einn af mestu landráðsmönnum í sögu Íslands. Hér er Kastljósþáttur um hvernig hann meikar það með fjölskyldunni. Skinney Þinganes var ekki til þegar ég var á Þórhalli Dan, 1986-1987. Þá voru að mig minnir tvö lítil og örugglega vel rekin fyrirtæki, annað hét Skinney og hitt hét Þinganes. Afkomendur Ásgríms kaupfélagsstjóra áttu annað þeirra. Framsóknareðlið greip um sig og þessi tvö litlu rótgrónu fyrirtæki urðu að einum stæðsta útgerðarrisanum á Íslandi.

En hlustum og horfum á Kastljósþátt frá 30. september 2010.

Það er magnað að hafa alltaf smugur í öllum lögum, smugur svo þessir spilltustu og siðblindustu geti hagnast á kostnað allra hinna. Eftir búsáhaldabyltinguna var okkur lofað nýrri stjórnarskrá. Hún hvarf, hentaði ekki gömlu flokkunum.

Við erum flestöll sem tjáum okkur í Sóknarhópnum búin að andskotast nær eingöngu á Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum, enda mest áberandi spillingin þeirra. Hér er video, sem mér fannst gott að sjá, og ég mæli með að þú horfir á það líka. Þetta setti mig í gírinn “Byltingu strax, burt með svikara”

Það eru Svikarar og lygarar í öllum gömlu flokkunum.

Kastljós 5. október 2010.

https://www.youtube.com/watch?v=A5-0KzUOQ-0