Fyrir áratug skirfaði ég bók um upphaf og framkvæmd fiskveiðistjórnunar hjá okkur. Líklega var bókin of nálægt sannleikanum til að bókaverslair vildu selja hana. Allar búðirnar sem ég sendi bókina endursendu hana. Einn fiskvinnsluaðili (án útgerðar) vildi borga mér 150 eintök, sem ég ætti að dreifa á alla þingmenn og helstu ráðamenn í sjávarútvegi. Ég dreifði bókunum en hann borgaði aldrei.
Í kjölfar þess að nú er komið fram frumvarp til breytinga á fiskveiðistjórnun, hafa nokkrir haft samband við mig og óskað eftir að ég birti einhverjar glefsur úr þessari bók. Þar sem ég hef takmarkaðan tíma til að velja fyrir fólk, ákvað ég að setja innihald bókarinnar hérna á netið, svo fólk gæti bara valið sjálft hvað það vildi lesa af því sem þar er sagt um upphaf fiskveiðistjórnunar og fyrstu ár varanlegrar stjórnunar, eftir 1990.
Fólk þarf að vera meðvitað um að talsverðar breytingar hafa orðið á hinum ýmsu lögum um fiskveiðistjórnun eftir að þessi bók kom út. Sumt sem sagt er í bókinni gæti því hljómað einkennilega, en sem betur fer voru mörg alvarleg mannréttindabrot leiðrétt, þó enn virðist nokkuð eftir.
En sem sagt, efni bókarinnar er hér með sem fylgiskrá og öllum heimil til lestrar og dreifingar.
Með kveðju, GJ.