Stórkostleg viðbrögð almennings við undirskriftarsöfnun gegn nýja Makrífrumvarpinu og EINOKUN kvótans verður að marka endalok kvótakerfissins sem aldrei átti að sjá dagsins ljós.

11185777_10153729776405828_1368562588_n
Verðum að komast frá þeirri gífurlegu eyðileggingu og misrétti sem kvótinn er búinn að skapa í þjóðfélaginu öllu.

Við höfum ekki enn leyst kvótakerfið því miður en með því að stoppa „langtímahugsun“ (fyrirsjáanleika) þessarar ríkisstjórnar er stórt skref stigið fyrir þjóðina að komast út úr þeim gífurlegu mistökum sem 4 kvótahafar komust upp með að leiða þjóðina í 1993. Þ.e. frjálsa framsalið og áframhald kvótans sem búinn var að gera útgerðina gjaldþrota 1990 (Jón Gunnarsson) þrátt fyrir tvöföldun á heimsmarkaðsverðs á fiski.

Þarna átti að snúa við blaði og fara aftur í Sóknarmarkið sem reynst hafði vel þrátt fyrir ný skip og lágt heimsmarkaðsverð á fiski. Eftir allt bullið sem framsalið er búið að leiða yfir þjóðina og þá þjóðfélags eyðileggingu sem við sitjum uppi með í dag verður samfélagið að fá nýja uppstokkun. Nýja byrjun.

Komandi kynslóðir eiga ekki að þurfa að byrja að keppa við útgerðir sem hafa fengið milljarða lán gefins og munu geta sótt lán fyrir leigu til 10 ára! Hverjum dettur í hug að nýliðar geti tekið kvóta á leigu til 10 ára? Við verðum að breyta en megum ekki rugla. 

Nýtt start verður að byrja með Sóknarmarki með allan fisk á Markað þar sem allir sitja við sama borð.  Setjum þá frekar gjald á sóknardagana en að fara áfram með kvótann sem aldrei hefði átt að sjá dagsins ljós. Leigu græðgi og skattheimta má ekki eyðileggja fiskveiðar og eðlilega byggð í landinu. 

11178492_10153729786190828_965854094_n
Skortveiðin sem við höfum upplifað allt kvóta tímabilið er vegna arfa vitlausra aðferða við að mæla stofninn í togara, neta-rallinu

Fyrir kvótann þegar útgerðin var rekin réttu megin við núllið þrátt fyrir ný skip og lágt heimsmarkaðsverð á fiski vorum við að veiða 300 þús tonn af þorski + (upp í 450 þus tonn) sem segir allt um afkasta getu miðanna. Til hver erum við með stjórn fiskveiða ef við ætlum ekki að hámarka afraksturinn og veiða fiskinn okkar? Með kvótakerfi gerum við það aldrei eins og reynslan hefur sýnt okkur. Þess vegna förum við í Sóknarmark sem þróað var í samráði við íslenska sjómenn og slípað í beinum veiðum á Íslandsmiðum.

Sátt var um þetta kerfi og því atti alls ekki að að breyta i kvóta. En vegna eigingirni fárra sem ekki sættu sig við að sitja við sama borð og aðrir þegar kom að veiðum og vinnslu réði því að hér var tekið upp þetta kvótakerfi sem allan tímann hefur virkað til þess eins að hafa af þjóðinni tekjur og réttláta aðkomu að fiskveiðum og vinnslu.

Afnemum kvótann þótt ekki verði nema tímabundið til að byrja með og gefum þjóðinni, sjómönnum og komandi kynslóðum ferkst start. Við þurfum að ráðast til atlögu við þann stórskaða sem við sem markaðsland höfum orðið fyrir í glötuðum mörkuðum og markaðshlutdeildum vítt og breitt á okkar fyrri markaðssvæðum. Til þess þarf nýtt umhverfi frelsins og bjartsýni sem ekki hefur sést í sjávarútvegi á Íslandi í 30 ár.