Fréttir af “besta fiskveiðistjórnarkerfi í heimi”

0
Share
Kvótakerfið er atvinnuofbeldi

Grásleppusjómenn geta ekki lagt net fyrir þorskgengd á hrognkelsismiðunum.

Erling Ingvason deildi þessu fyrir stundu á Facebook.

Grásleppukarl sem er búinn að græja sig með bát, net, olíu og allt sem við þarf, getur ekki lagt netin sín vegna mikils þorsks á veiðislóð, hann á ekki kvóta fyrir þorskinum og þarf þá að leigja hann af kvótagreifa.

Reikningsdæmið lítur svona út:

Verð á þorskkílóinu á markaðnum= 212
Leiguverð á þorskkvóta pr.kíló=220kr
Gjöld og kostnaður=30
212-250=-38

Þ.e. það væri 38 króna tap af því pr.kíló að koma með þorskinn í land.
Þarna er búið að sækja fiskinn, hann er kominn um borð í bát sem er gerður út á hagkvæmastann hátt, eyðir lítilli olíu og það eina sem er eftir er að koma honum á borð neytenda og breyta honum þannig í gjaldeyri, landi og þjóð til hagsbóta en í stað þess neyðist grásleppukallinn til þess að henda fiskinum aftur í hafið ef hann vill ekki sitja uppi með 38 krónu tap á kílóið.

 

 

%d bloggers like this: