VII. KAFLI

Almenn ákvæði um meðferð aflaheimilda.

  1. gr. Tegundatilfærsla og flutningur aflamarks milli fiskveiðiára.

Heimilt er að veiða umfram aflamark í einstökum botnfisktegundum, enda skerðist aflamark annarra botnfisktegunda hlutfallslega í samræmi við verðmætahlutföll (þorskígildisstuðul) einstakra tegunda, sbr. 37. gr. Heimild þessi takmarkast við 5% af heildarverðmæti botnfiskaflamarks en umframafli í hverri botnfisktegund má þó ekki vera meiri en sem nemur 1,5% af heildarverðmæti botnfiskaflamarks. Tilfærsla úr einstakri botnfisktegund getur þó aldrei orðið meiri en 30% af aflamarki skips í viðkomandi tegund. Heimild þessarar málsgreinar nær þó ekki til veiða umfram aflamark í þorski. Ráðherra er heimilt í reglugerð að ákveða að takmörkun á heimild skv. 2. málsl. skuli í ákveðnum fisktegundum miðast við hærri viðmiðun en 1,5% af heildaraflaverðmæti botnfiskaflamarks.

Engar forsendur eru fyrir því að tengja nein ákvæði þessara laga við VERÐMÆTI afla. Lögin fjalla eingöngu verndun og nýtingu fiskistofna og sjálfbæra nýtingu þeirra. Öllum aflaheimildum er úthlutað í magntölum og stjórnunin og þessi lög snúast  um takmörkun á því MAGNI sem veitt er, en hvergi markmiðum laganna minnst á verðmæti afla.  Enda væri það fullkomlega óeðlilegt og ósamrýmanlegt jafnræðisreglu stjórnarskrár, að binda stjórnunarþætti við verðmæti afla í stað magns.

Hafi aflamark verið flutt milli skipa skv. 15. gr. flyst heimild til breytinga skv. 1. mgr. frá skipi sem flutt er af til þess skips sem flutt er til.

Heimilt er að flytja allt að 15% af aflamarki hverrar botnfisktegundar og aflamarki úthafsrækju, humars og síldar, 10% af aflamarki hörpudisks og 5% af aflamarki innfjarðarrækju frá einu fiskveiðiári yfir á það næsta. Ráðherra getur, að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar, hækkað fyrrgreint hlutfall aflamarks í einstökum tegundum telji hann slíkt stuðla að betri nýtingu tegundarinnar.

Þá er heimilt að veiða 5% umfram aflamark hverrar botnfisktegundar, síldar, úthafsrækju og humars og 3% umfram aflamark innfjarðarrækju og hörpudisks, enda dregst sá umframafli frá við úthlutun aflamarks næsta fiskveiðiárs á eftir.

Beita skal skerðingarákvæðum 1. mgr. áður en heimild 3. mgr. er nýtt. Heimild 4. mgr. rýmkar ekki heimildir til breytinga milli fisktegunda skv. 1. mgr.

VIII. KAFLI

Hámarkshlutdeild, yfirráð og tengdir aðilar.

  1. gr. Hámark aflahlutdeildar eins aðila.

Þrátt fyrir ákvæði IV. kafla má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, aldrei nema hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild eftirtalinna tegunda en hér segir:

 

Tegund Hámarksaflahlutdeild
Þorskur 12%
Ýsa 20%
Ufsi 20%
Karfi 35%
Grálúða 20%
Síld 20%
Loðna 20%
Úthafsrækja 20%

 

Nemi heildar(verðmæti) aflamarks annarra tegunda en að framan greinir, sem hefur verið ráðstafað í aflahlutdeildir, við upphaf fiskveiðiárs hærra hlutfalli en 2% af heildar(verðmæti) aflamarks allra tegunda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, aldrei nema hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild viðkomandi tegunda en 20%. Skal ráðherra við upphaf fiskveiðiárs tilgreina í reglugerð þær tegundir sem um er að ræða. Við mat á heildarverðmæti aflamarks skal (annars vegar) miða við (verðmætahlutföll einstakra tegunda á viðkomandi fiskveiðiári eða veiðitímabili, sbr. 37. gr., og hins vegar) úthlutað aflamark einstakra tegunda á tímabilinu. Þó skal samanlögð krókaaflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, ekki nema hærra hlutfalli en 4% af þorski og 5% af ýsu miðað við heildarkrókaaflahlutdeild í hvorri tegund.

Þá má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, ekki nema meira en 12% af heildar(verðmæti) aflahlutdeildar allra tegunda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla samkvæmt lögum þessum eða meira en 5% af heildar(verðmæti) krókaaflahlutdeildar. Við mat á heildar(verðmæti) aflahlutdeildar skal (annars vegar) miða við (verðmætahlutföll einstakra tegunda á viðkomandi fiskveiðiári eða veiðitímabili, sbr. 23. gr., og hins vegar) úthlutað aflamark einstakra tegunda á tímabilinu.

Til aflahlutdeildar fiskiskipa í eigu einstakra aðila skv. 1. og 2. mgr. telst einnig aflahlutdeild fiskiskipa sem aðilar hafa haft á kaupleigu eða leigu í sex mánuði eða lengur.

Tengdir aðilar teljast:

  1.     Aðilar þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Fyrrnefndi aðilinn telst móðurfyrirtæki en hinn síðarnefndi dótturfyrirtæki.
  2.     Aðilar þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, hefur með öðrum hætti en greinir í 1. tölul. raunveruleg yfirráð yfir hinum. Fyrrnefndi aðilinn telst móðurfyrirtæki en hinn síðarnefndi dótturfyrirtæki.
  3.     Lögaðilar þar sem svo háttar til að sami aðili eða sömu aðilar, einstaklingar eða lögaðilar, eða tengdir aðilar skv. 1. eða 2. tölul., eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í báðum eða öllum lögaðilunum enda nemi eignarhlutur hvers þeirra um sig a.m.k. 10% af hlutafé, stofnfé eða atkvæðafjölda í viðkomandi lögaðilum. Sama á við ef aðili eða aðilar, einstaklingar eða lögaðilar, eða tengdir aðilar skv. 1. eða 2. tölul., sem eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðila og hver um sig á a.m.k. 10% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðilanum, eiga ásamt viðkomandi lögaðila meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í öðrum lögaðila. Til eignarhluta og atkvæðisréttar einstaklinga í lögaðilum skv. 1.–3. tölul. telst jafnframt eignarhluti og atkvæðisréttur maka og skyldmenna í beinan legg.

Heimild : gudbjornj.blog.is

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!