Furðulegt er að á Íslandi hafa fræðingar komist upp með að einoka umræðuna um hin ýmsu málefni og alltof margir láta sér það vel líka og gera enn verra og leggja trúnað á alla framsetningu þeirra.

11178492_10153729786190828_965854094_n
Að hundsa þekkingu og reynslu sjómanna og náttúrulega þætti eins og veðurfar og fiskgengd þegar menn ákveða stjórn fiskveiða er fáviska og að mínu mati hrein geggjun þegar litið er til hve mikið er í húfi

Þegar Íslendingar hófu stjórn fiskveiða 1977 í þeim tilgangi að auka veiðar uppí fyrri afkasta getu miðanna (5 til 600 þus ton af þorski á ári) voru kallaðir til sjómenn og fiskifræðingar og farið eftir þeirra ráðlegginum og hugmyndum um hvernig best væri að auka afkastagetuna. Og 1976 kom saman nefnd sem hafnaði því að hægt væri að nota kvótakerfi við stjórn á fiskveiðum Íslendinga í stað þess var valin Sóknarmarks leið og 1977 var sóknarmarkið tekið upp. (Ákveðinn fjöldi daga sem mátti hafa hreinann þorsk, dagar með ákveðnu hámarki þorsk í afla og stopp dagar).
Hver er þá sérstaða Íslands þegar kemur að stjórn fiskveiða?
Ísland hefur þá gífurlegu sérstöðu að hafa marga eigin stofna sem síðan tengjast öðrum svæðum þegar og ef það verður fæðuskortur við Ísland og eins er landgrunnið víðfemt og fjölbreytilegt og gífurlegir straumar umlykja landið bæði djút og grunnt.
Til þess að stjórna fiskveiðum á svona víðfemdu landgrunni og í svona mikilli fjölbreytni verður að hafa fiskveiðistjórnina eins einfalda og frekast er unnt og taka tillit til mismunandi styrkleika hvers stofns fyrir sig. Og síðan að vera reyðubúin að taka við mis miklu magni af hverri tegund í samræmi við afkasta getur hvers stofns fyrir sig hverju sinni.
Fyrir sjómenn er þetta einfallt úrlausnar efni. Þú áætlar út frá reynslu og rannsóknum hversu marga daga þú mátt nota til veiða á sterkasta stofninum þorski næsta árið (skipt í 3 tímabil) og heimilar svo veiðar á öðrum stofnum þess á milli og ef þurfa þykir setur þú inní stoppdaga þegar skipt er á milli veiða. Handfæra veiðar yrðu að sjálfsögðu frjálsar innan skynsamlegrar sóknar ( krókar taka aldrei meira en 6 promil af fiski í kringummbátinn). Aðrir bátar yrðu svo í mismunandi sóknarstýringum eftir stærð og veiðarfærum (eins og var).

Til að tryggja jafnt framboð og hámarka gæðin á löndum afla setur þú skilyrði að allur fiskur fari á markað. Með þessu gætu Íslendingar hámarkað afrakstur miðanna og í kjölfarið á því ákv að taka gjald af lönduðum afla á mörkuðunum í auðlindasjóð.

Hver yrði svo raun árangur okkar sem þjóðar af þessu fyrirkomulagi?
1. Við myndum stórauka heildar afla (þorsk í 300 til 500 þus tonn á ári reynsla Noregs) og gætum fjölgað skipum (selt til óskyldra aðila leyfi fyrir 35 togurum strax) og þannig tengt landsbyggðina aftur við verðmætasköpunina eins og var fyrir komu kvótans.
2. Stóraukinn útflutnginur og þar með útflutningsverðmæti (heimsmarkaðsverð á fiski er 150 % HÆRRA í dag en var í sóknarmarkinu fyrir kvótakerfið og var útgerðin samt réttu megin við strikið þá og skilaði þjóðinni margfallt meiri verðmætum en í dag). Með því að allur fiskur færi nú á markað myndu miklu fleiri koma að framleiðslunni og sölu á erlenda markaði og væri þá fyrst von í slíkri samkeppni að við gætum byrjað að endurheimta þá markaðsstöðu sem við höfum fyrir 1995.
3. Með aðkomu fleiri, auknum afla og samkeppni í veiðum og vinnslu mun stór aukast flæði fjár um allt þjóðfélagið og í kringum markaðina og þennan aukna afla mun byggjast aukin þjónusta og framleiðsla á hinum ýmsu sviðum. Ekki bara í sjávarútvegi hringinn í kringnum landið heldur í hliðargreinum eins og almennri verlsun og þjónustu, iðnaði og opinberri þjóðnustu. Þessi aukna innspýting í efnahagslífið mun auka svo tekjur ríkis og sveitarfélaga að þrátt fyrir lækkun skattprósentu myndi hið opinbera geta hafið á ný uppbyggingu, fullan rekstur og borgað opinberum starfsmönnum mannsæmandi laun.
4. Síðast en ekki síst myndi aukinn útflutningur hækka gengi krónunnar og þannig umfram það sem ég hef lýst hér að framan auka kaupmátt þeirra sem borið hafa mestan skaðann af hruninu launamenn, lífeyrisþegar og örorkuþegar.

Á móti kvótanum
Ekkert var hlustað á útgerðamenn og sjómenn þegar verið var að nauðga kvótakerfinu uppá þjóðina. Frelsið og orðið var fótum troðið.

Vondandi skiljið þið hvað ég er að segja og reyna að lýsa fyrir ykkur. Þetta er ekki draumur heldur lýsing á hvert við stefndum fyrir kvótakerfið. Og munum að um þetta var sátt 1983. Áður en hagfræðingar fóru að skipta sér að stjórn fiskveiða þá stefndum við lóðbeint í að verða ein ríkasta þjóð veraldar við hlið Noregs þar sem við eigum að vera.
Með breyttum hugsanagagni og breyttu hugarfari getum við náð markmiði okkar að verða aftur það velferðarríkis sem við sannarlega vorum að leggja grunn að á árunum 1973 til 1983 á 3 árum. Við myndum endurheimta frelsi einstaklingsins til athafna og stétt gengi með stétt. Banksterar færu í betrunarhús og hagfræðingar að læra.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!