Óli Ufsi og Grétar Mar kátir á Útvarpi Sögu
Óli Ufsi og Grétar Mar kátir á Útvarpi Sögu

Ólafur Jónsson fiskveiðifræðingur og togaraskipstjóri segir útlutun makrílkvótans til sérvalinna útgerðarfyrirtækja vera ósvífið og undirförult athæfi gagnvart þjóðinni. Ólafur sem var gestur síðdegisútvarpsins í dag ásamt Grétari Mar Jónssyni fyrrverandi alþingismanni segir að með þessu sé verið með skipulegum hætti verið að reyna að búa til miklu meiri verðmæti í sölu á aflamarkinu „ ekki að selja fiskinn til útlanda eða eitthvað fyrir þjóðina, heldur bara fyrir buddu kvótagreifanna„,segir Ólafur. Grétar Mar segir úthlutunina vera ígildi eignarréttar “ þetta er til sex ára, og það þarf að segja þessu upp með sex ára fyrirvara sem þýðir það að þó það komi ný stjórnvöld eftir næstu kosningar og verði allt kjörtímabilið, fjögur ár og segi upp þessu strax um leið og þeir taka við, að þá eftir fjögur ár þá eru tvö ár eftir ennþá af tímanum, þannig að þá verður komin önnur ríkisstjórn sem svo afturkallar þetta og þá eru þetta orðin sex ár aftur svo þetta er eiginlega ígildi eignaréttar„,segir Grétar

Skrifað af  JK á útvarpi sögu.