Í fyrstu grein laganna stendur þetta.

„Verði ósamræmi milli ákvæða þessara laga og annarra laga á sviði fiskveiðistjórnar skulu þessi lög gilda“

Takið eftir frekjunni? Svona er allt sem kemur frá LÍÚ. Alltaf reynt að koma í veg fyrir að eitt kjörtímabil nægi til að gera breytingar.

Hér er verið að ráðast að Lögum um stjórn fiskveiða sem vernda ennþá þjóðina fyrir yfirgangi og frekju útgerðarinnar. Fram að þessu hefur fyrsta og þriðja grein laga um stjórn fiskveiða verndað okkur fyrir þessum ágangi, yfirgangi og frekju og vonandi eru alþingismenn og lndsmenn allir meðvitaðir um að þetta frumvarp má alls ekki fara í gegn.

Fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða er eina hálmstráið sem við höfum til að verjast ríkisstjórn LÍÚ sem er að sjálfsögðu fáránlegt. En verður ekki breytt fyrr en við komum auðlindaákvæði í stjórnarskránna.