Ég var að skoða fésbókarsíðuna okkar og rýna aðeins í tölfræðina á henni en þar kemur svolítið athyglisvert í ljós eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þegar liðlega 1.400 manns hafa líkað hana.
Það er aldursdreifingin sem er áhyggjuefnið, enda er ljóst að 41% af þeim sem lækar síðuna er á og yfir miðjum aldri, frá þetta 45 til 64 ára.
Aðeins 10% eru á aldrinum 35 til 44 ára og restin aðeins 8,3%.
Nú þurfum við að taka okkur á, þessi sem erum í 41% hópnum og tala við börn okkar og barnabörn, útskýra fyrir þeim hvað er hér í húfi, ræða við þau um þessi mál og gera þeim það algerlega ljóst að ábyrgðin er líka á þeirra herðum.
Aðeins þannig getum við eflt þann hóp sem lægsta hlutfallið hefur og við þurfum svo sannarlega á þeim að halda því þetta er þeirra framtíð sem um er að ræða þegar upp er staðið og það er á okkar ábyrgð að fræða þau, ekki bara hér eða á fésbók heldur augliti til auglitis og fá þau að taka þátt og dreifa boðskapnum meðal sinna félaga og jafnaldra.
Tökum okkur á og byrjum að ræða málin heima.