1. gr. Orðskýringar.

Merking orða er í lögum þessum sem hér segir:

  1.     Aflaheimild: Safnheiti yfir heimildir til veiða, bæði varanlegar og tímabundnar heimildir. Hugtakið nær m.a. yfir aflahlutdeild/krókaaflahlutdeild og aflamark/krókaaflamark.
  2.     Aflahlutdeild: Hlutdeild í leyfðum heildarafla í nytjastofni.

Þarna eru hugtök á ferð sem ekki eiga sér neinar skýringar í þessum lögum.  Hér er átt við orðin “varanlegar” heimildir. Ekkert í lögunum skýrir hvað þarna er átt við, enda stangast þetta orð á við meginreglu þessara laga, sem er tímabundinn nýtingaréttur samkvæmt samningi. Engin leið er því að um geti verið að ræða “varanlegar” aflaheimildir.

Annað hugtak er þarna á ferð en það er hugtakið “aflahlutdeild/krókaaflahlutdeild Engin útlistun er í frumvarpinu um það hvernig þessi hlutdeild er reiknuð út, hvernig aðilar ávinna sér hlutdeild, hvernig henni sé við haldið eða til hve langs tíma slíkm hlutdeild er veitt. Rétt er að benda á að samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að nú verði aflaheimildum úthlutað til lengri tíma en áður var, þegar einungis var úthlutað til eins árs í senn.

Ekki verður hægt að styðjast við meint hugtak úr fyrri lögum um aflahlutdeild því ákvæðið í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 er algjörlega ófullnægjandi. Þar segir eftirfarandi: 

“Veiðiheimildum á þeim tegundum, sem heildarafli er takmarkaður af, skal úthlutað til einstakra skipa. Skal hverju skipi úthlutað tiltekinni hlutdeild af leyfðum heildarafla tegundarinnar. Nefnist það aflahlutdeild skips og helst hún óbreytt milli ára.”

Eins og þarna má sjá eru engar reglur tilteknar um hvernig hlutdeild sé fundin ú tog engar skírskotanir til laga eða reglna um þau efni. Þá segir að þessi hlutdeild nefnist aflahlutdeild skips og helst hún óbreytt milli ára.   Eins og fyrr er getið, er úthlutun aflaheimilda samkvæmt lögum nr. 116/2006 einungis til eins árs í senn. Engar forsendur eru settar fram í þeim lögum fyrir því hvers vegna hlutdeild í eins árs úthlutun eigi að haldast óbreytt milli ára.

Eins og hér hefur verið dregið fram, vantar allar lögskýringar og lagafyrirmæli varðandi framangreind atriði.

 

  1.     Aflamark: Heimild til að veiða tiltekið magn af afla mælt í kg innan fiskveiðiárs eða annars tímabils samkvæmt lögum þessum.
  2.     Deilistofn: Nytjastofn sem veiðist innan og utan íslenskrar fiskveiðilögsögu og Íslendingar deila eftir atvikum með öðrum þjóðum.
  3.     Fiskveiðiár: 12 mánaða tímabil, frá 1. september ár hvert til 31. ágúst næsta árs.
  4.     Fiskveiðilögsaga Íslands: Hafið og hafsbotninn frá stórstraumsfjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands.
  5.     Heildaraflamark: Sá heildarafli, mælt í kg, sem ráðherra ákveður að heimilt sé að veiða á ákveðnu tímabili úr einstökum nytjastofnum.
  6.     Heildarafli: Óslægður afli upp úr sjó.
  7.     Krókaaflahlutdeild: Hlutdeild í leyfðum heildarafla í nytjastofni.
  8.     Krókaaflamark: Heimild báts, sem hefur leyfi til að veiða sem krókabátur, til að veiða tiltekið magn af afla mælt í kg.
  9.     Nytjastofn: Sjávardýr, svo og sjávargróður, sem nytjuð eru eða kunna að verða nytjuð.
  10.     Nýtingarleyfi: Tímabundið leyfi sem felur í sér handhöfn aflahlutdeildar.
  11.     Þorskígildi: Árlega reiknaður stuðull sem lýsir verðmæti 1 kg af tiltekinni tegund sem hlutfalli af verðmæti 1 kg af þorski.

Heimild : gudbjornj.blog.is

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!