1. gr. Flutningur aflamarks.

Þegar fiskiskipi hefur verið úthlutað aflamarki skal Fiskistofa leyfa flutning þess á annað fiskiskip ef einu eftirtalinna skilyrða er fullnægt:

  1.     Skipin eru í eigu og rekstri sama aðila, einstaklings eða lögaðila.
  2.     Um er að ræða jöfn skipti milli aðila miðað við meðaltalsviðskiptaverð síðastliðins hálfs mánaðar viðkomandi tegunda á kvótaþingi Fiskistofu. Liggi ekki fyrir meðaltalsviðskiptaverð síðastliðins hálfs mánaðar á annarri eða báðum tegundunum sem skipt er á, skal miðað við jöfn skipti í þorskígildiskílóum talið.

Hér er enn eitt dæmið um að höfundar þessa frumvarpstexta virðast ekki skilja hvað felst í hugtakinu ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Þessir aðilar þrástagast á söluþáttum þó sala sé algjörlega óheimil. Af því leiðir að óheimilt verður að teljast að miða í lagatextanum við meðalviðskiptaverð, þegar sala er algjörlega óheimil samkvæmt markmiðum 1. gr. laganna. Yfirstrikaði textinn verður því að falla út.

  1.     Þegar Fiskistofa hefur veitt heimild skv. 2. mgr. 17. gr.

Eins og á eftir kemur fram, þá er 17. greinin algjörlega ólögleg og í alla staði óeðlileg.

Þegar fiskiskipi hefur verið úthlutað aflamarki skal Fiskistofa leyfa sölu þess á kvótaþingi, ef öðru eftirtalinna skilyrða er fullnægt:

Eins og að framan hefur verið getið, þá er Fiskistofu ALGJÖRLEGA ÓHEIMILT að leyfa SÖLU aflamarks þar sem aflamarkið er ævarandi eign íslensku þjóðarinnar.

  1.     Aflamarkið nemur minna en 5% úthlutaðs aflamarks til skipsins í upphafi fiskveiðiárs.
  2.     Aflamark nemur eigi meira en þriðjungi þess aflamarks sem skip hefur nýtt á hverjum tíma í þorskígildum talið. Heimilt er að víkja frá þessu vegna varanlegra breytinga á skipakosti útgerða eða þegar skip hverfur úr rekstri um lengri tíma vegna alvarlegra bilana eða sjótjóns.

Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. er flutningur aflamarks á fiskiskip óheimill ef eitt af eftirtöldu á við:

  1.     Fiskiskip sem flutt er til hefur ekki almennt veiðileyfi.
  2.     Ekki liggur fyrir staðfesting Verðlagsstofu skiptaverðs um að í gildi sé samningur útgerðar og áhafnar um fiskverð til viðmiðunar hlutaskiptum. Þetta gildir ekki um flutning aflamarks til báta sem eingöngu stunda frístundaveiðar.
  3.     Aflaheimildir skips sem flytja skal til verða bersýnilega umfram veiðigetu þess.

Frestur til að óska eftir flutningi aflamarks rennur út 15 dögum eftir að fiskveiðiári eða veiðitímabili lýkur.

Ráðherra er heimilt að veita undanþágu frá takmörkunum þessarar greinar á flutningi aflamarks við lok fiskveiðiárs eða veiðitímabils ef sýnt þykir að verulegt aflamark nýtist ekki með öðrum hætti.

 

 

 

  1. KAFLI Kvótaþing.
  2. gr. Kvótaþing.

 Fiskistofa starfrækir markað fyrir aflamark, kvótaþing, sem skal:

Hér verður strax að taka fram að fullkomlega er ólöglegt að setja skyldurá sjávarútvegráðuneyti að það reki stofnun eins og Kvótaþing, sem ætlað er að stunda viðskipti sem ekki eru heimil samkvæmt núgildandi lögum og geta ekki orðið heimil samkvæmt þeim lögum sem kæmu frá þessu frumvarpi, þar sem eitt mikilvægasta markmið laganna er að aflahlutdeild (aflaheimildir) verði ævarandi eign íslensku þjóðarinnar.

Samtímis lögunum um stjórn fiskveiða, sem sett voru 1990, voru sett lög um Kvótaþing. Sá sem hér ritar athugasemdir gerði athugasemdir við þá starfsemi, þar sem engar lagaheimildir voru til að selja þá vöru sem Kvótaþing átti að höndla með, þ. e. aflaheimildir á Íslandsmiðum. Gagnrýni minni var ekkeret sinnt, fyrr en ég kærði starfsemina formlega, en þá var Kvótaþing lagt niður með hraði (á einni viku) og þegar í stað þurrkað út úr lagasafni Alþingis og var því eins og Kvótaþing hefði aldrei verið til.

Þar sem lagaheimildir eru ekki til staðar nú, til sölu aflaheimilda, og slíkar heimildir geta ekki orðið til miðað við þetta frumvarp, er ljóst að 17. gr. þessa frumvarps verður að þurrkast úr í heilu lagi.

  1.     vera vettvangur viðskipta með aflamark,
  2.     annast greiðslumiðlun milli kaupenda og seljenda aflamarks,
  3.     safna og miðla upplýsingum um viðskipti með aflamark.

Þegar um er að ræða framsal aflamarks í tegund þar sem viðskipti eru svo lítil að ekki eru forsendur til myndunar markaðsverðs á tilboðsmarkaði getur Fiskistofa veitt undanþágu frá viðskiptaskyldu á kvótaþingi.

 Fiskistofa skal daglega birta aðgengilegar upplýsingar um framsal krókaaflamarks og aflamarks, þar á meðal um magn eftir tegundum, auk upplýsinga um verð, eftir því sem við á. Fiskistofa skal jafnframt birta aðgengilegar upplýsingar um meðaltalsviðskiptaverð einstakra tegunda á kvótaþingi síðastliðins hálfs mánaðar.

Gjald fyrir kostnaði Fiskistofu af rekstri kvótaþings skal ákveðið af ráðherra. Gjaldið skal greitt fyrir fram eða samhliða flutningi aflamarks. Hæð gjaldsins skal að hámarki standa undir kostnaði Fiskistofu af rekstri kvótaþings.

Komi í ljós að aðili, einstaklingur eða lögaðili, hafi selt á kvótaþingi aflamark sem ekki var heimilt að ráðstafa skal útgerð þess skips sem aflamark var flutt af bæta það tjón sem slík sala hefur valdið. Enn fremur er heimilt að útiloka slíkan aðila frá frekari viðskiptum á kvótaþingi nema hann flytji fyrir fram aflamark frá skipi sínu og setji viðbótartryggingar sem nægilegar eru að mati Fiskistofu.

Óheimilt er einstaklingum eða lögaðilum að taka þátt í, stuðla að eða hvetja til viðskipta með aflamark eða annarra aðgerða í því skyni að gefa ranga mynd af umfangi viðskipta með aflamark í tilteknum tegundum eða hafa óeðlileg áhrif á verðmyndun þess.

Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um viðskipti með aflmark, m.a. um tilgreiningu upplýsinga um magn og verð á aflamarki, hámarksmagn sem hver aðili getur boðið í og um skiptingu milli tímabila. Þar er einnig heimilt að kveða á um fjármál, tryggingar, gerð, skráningu og meðferð sölu- og kauptilboða, lágmarksverð, skráningu og frágang viðskipta, greiðslumiðlun og meðferð upplýsinga.

Heimild : gudbjornj.blog.is

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!