KAFLI Flokkur 1: Aflahlutdeildir og krókaaflahlutdeildir.

11 gr. Leyfi til að nýta aflahlutdeild.

Til og með 1. ágúst 2012 býðst eigendum þeirra skipa sem þá ráða yfir aflahlutdeild að staðfesta hjá Fiskistofu, með undirritun eða öðrum fullgildum hætti, að gangast undir leyfi til að nýta aflahlutdeild til 20 ára frá upphafi fiskveiðiársins 2012/2013 að telja. Tefjist veiting leyfis umfram frest þennan af ástæðum sem ekki varða stjórnvöld er viðkomandi aðila óheimilt að nýta aflamark frá upphafi fiskveiðiársins 2012/2013. Aflaheimildum hans verður ráðstafað til flokks 2 hinn 1. desember 2012 hafi hann á þeim tíma ekki gengist undir leyfið.

Það eru engin lög til um aflahlutdeild.  Þess vegna getur ekki verið fyrir hendi lögleg aflahlutdeil þann 1. ágúst 2012.  Ekki er heldur í þessu frumvarpi nein lagagrein sem lýsir hvernig aflahlutdeild verður til, hvaða rétt hún skapar o.s.frv. Eins og fram kom hér að framan, er gert ráð fyrir því að ráherra þurfi að flytja lagafrumvarp til að hægt verði að mynda aflahlutdeild í nýjum kvótategundum. Þá hlýtur það sama að þurfa að gilda um þær fiskitegundir sem þegar hafa verið kvótasettar. Það hlýtur að þurfa lög sem segi fyrir um hvernig útgerðir ávinni sér aflahlutdeild í þessum tegundum. Slík lög eru ekki til í dag, þess vegna eru ENGAR GILDAR AFLAHLUTDEILDIR TIL.

20 ára lokaður samningur, án riftunarheimilda getur ekki komið til greina. Það getur ekki staðist neinar lagaforsendur að hægt sé að gera slíkt samkomulag um bindi 20 löggjafarþing gagnvart óhagkvæmri útgerð, sem mundi litlum eða egnum greiðslum skila til ríkisins, færi jafnvel illa með aflann svo lægra verð fengist fyrir afurðir og margt fleira mætti telja til. Þetta er svo vanhugsað glapræði að það virðist engin þekking á þjóðfélagshagsmunum vera í þessum áformum.

Fiskistofa gefur út nýtingarleyfi. Leyfi til að nýta aflahlutdeild felur í sér ígildi samkomulags milli ríkisins og handhafa leyfis um handhöfn þeirra hlutdeilda sem leyfinu fylgja til afmarkaðs tíma. Leyfishafi viðurkennir að honum er veittur aðgangur að sameiginlegri og ævarandi eign þjóðarinnar, honum er skylt að fara að lögum á sviði fiskveiðistjórnar og ber að greiða gjald fyrir nýtingarheimild sína. Bæði leyfishafi og íslenska ríkið skuldbinda sig til að viðhalda og varðveita nytjastofnana sem leyfið er byggt á. Með nýtingarleyfinu skal fylgja skrá um aflahlutdeildir skipsins. Framsal leyfisins er ekki heimilt, hvorki að hluta né heild.

Tilkynni ráðherra ekki að annað sé fyrirhugað framlengist nýtingarleyfi um eitt ár í senn, og ár frá ári, þannig að 15 ár verði jafnan eftir af gildistíma þess. Tilkynningu um fyrirhugaðar grundvallarbreytingar eða brottfall nýtingarleyfis er fyrst heimilt að gefa út þegar fimm ár eru liðin af tímalengd leyfis skv. 1. mgr. Ráðherra skal, áður en slík tilkynning er gefin út, leita samþykkis Alþingis í formi þingsályktunartillögu. Nýtingarleyfi fellur niður sé engin aflahlutdeild bundin því.

Þessi málsgrein verður að falla burt eins og hún leggur sig.  Engin leið er fyrir Alþingi að fallast á 15 ára uppsagnarákvæði nýtingarréttar sem ekki er bundinn formlegum samningi með skýrum skyldum handhafa nýtingarréttar og ákvæðum um riftun samnings eða sviptingu nýtingarleyfis.

Telja verður afar óljóst hvort Alþingi hafi í raun heimild til að  binda hendur  Alþingi framtíðarinnar með þeim hætti sem hér er áformað.

Allir þeir sem eiga fiskiskip sem hefur almennt veiðileyfi og flytja á það aflahlutdeild eiga rétt á útgáfu nýtingarleyfis með sömu takmörkunum um gildistíma og skilyrðum sem gilda um upphafleg nýtingarleyfi, sbr. 1.–3. mgr. Þannig skal upphafleg tímalengd nýrra leyfa miðast við 1. ágúst 2012.

 

  1. gr. Framsal aflahlutdeilda.

Fiskistofa skal leyfa flutning aflahlutdeilda milli fiskiskipa, ef eftirtalin skilyrði eru uppfyllt:

  1.     Flutningur aflahlutdeildar leiðir ekki til þess að aflaheimildir þess skips sem flutt er til verði bersýnilega umfram veiðigetu þess.
  2.     Fullnægjandi upplýsingar um kaupverð aflahlutdeildar fylgja.

Þetta er athyglivert. Þarna er allt í einu talað um kaupverð aflahlutdeildar, en engar heimildir eða lög hafa verið samþykkt sem heimili SÖLU AFLAHLUTDEILDAR, AFLAMARKS EÐA KVÓTA. Í 1. gr. frumvarpsins, Markmiðum laganna, er sagt að Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnarAð leyfishafi óriftanlegs nýtingaréttar til 20 ára, geti SELT aflahlutdeild eða aflamark er beinlíns brot á grundvallarmarkmiðum laganna um ævarandi eign íslensku þjóðarinnar á aflaheimildunum.

  1.     Skip sem flutt er til hefur almennt veiðileyfi.
  2.     Framsal fellur ekki undir takmörkun skv. 13. gr.

Þegar aðilaskipti verða að fiskiskipi, eða aflahlutdeild er flutt milli fiskiskipa skv. 1. mgr., skal Fiskistofa skerða aflahlutdeild fiskiskipsins, eða þá aflahlutdeild sem er framseld, um 3% og ráðstafa í flokk 2. Til aðilaskipta teljast kaup og sala, sameining og yfirtaka. Þetta gildir ekki um flutning aflahlutdeilda milli skipa í eigu eins og sama aðila, einstaklings eða lögaðila

Hámark á framsali aflahlutdeildar einstakra tegunda af skipi skal vera hlutfall heildaraflamarks í viðkomandi tegund eins og því var úthlutað fiskveiðiárið 2011/2012 og heildaraflamarks í tegund á því ári sem framsal fer fram. Hlutfall þetta skal margfalda með aflahlutdeild skipsins í viðkomandi tegund og útkoman segir til um hve stóran hluta af aflahlutdeildinni er heimilt að framselja. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

Heimild til framsals aflahlutdeilda samkvæmt þessari grein fellur niður við upphaf fiskveiðiársins 2032, án tillits til framlengingar leyfa skv. 3. mgr. 11. gr. og útgáfu nýrra leyfa skv. 4. mgr. 11. gr.

 

  1. gr. Forgangsréttur að aflahlutdeildum.

Fiskistofa skal tilkynna ráðherra ef ætla má að samanlögð framsöl eða önnur ráðstöfun aflahlutdeilda, þ. m. t. flutningur skipa, fari yfir 20% aflaheimilda í þorskígildum talið frá viðkomandi byggðarlagi eða sveitarfélagi samkvæmt skráðri úthlutun hlutdeilda fyrir fiskveiðiárið 2012/2013.

Þarna virðast höfundar frumvarpsins gleyma því að aflahlutdeild eða úthlutun aflamarks er bundin undirrituðum samning milli rétthafa nýtingar og ríkisins og sá samningur hefur 15 ára uppsagnarákvæði og verður því ekki breytt á þeim tímaf Fyrst ríkið er bundið samningnum í 15 ár, er óhjákvæmilegt að gagnaðilinn sé það líka.  Þetta er greinilega allt afar mikið vanhugsað. Heppilegast væri að þetta frumvarp væri dregið til baka, þar sem öll gerð þess er afar óvandaður lagatexti og greinilega án þekkingar á málefninu; meira að segja þeim þáttum sem tiltekin eru í texta frumvarpsins.

Ráðherra er heimilt, innan fjögurra vikna frá tilkynningu, að neyta forgangsréttar að aflahlutdeildunum ef ætla má að ráðstöfun þeirra hafi umtalsverð neikvæð áhrif í atvinnu- eða byggðalegu tilliti sökum hlutfallslegs mikilvægis sjávarútvegs í viðkomandi sveitarfélagi eða byggðarlagi.

Þar sem um er að ræða samningsbundinn nýtingarrétt, getur tilfærsla á aflamarki eða aflahlutdeild ekki farið fram fyrr en gildandi samning hefur verið sagt upp og gerður hefur verið nýr samningur við nýjan rétthafa nýtingar.

Endurgjald íslenska ríkisins fyrir aflahlutdeildirnar skal miðast við umsamið söluverð þeirra. Ágreiningi um skilmála og samningsverð er unnt að vísa til gerðardóms sem skipaður skal samkvæmt lögum nr. 53/1989, um samningsbundna gerðardóma.

Enn og aftur kemur að því sama að engin lög eru til sem heimila sölu aflaheimilda í neinu formi, enda ófrávíkjanleg markmið laganna að aflaheimildir á Íslandsmiðum skuli vera ævarandi eign íslensku þjóðarinnar.

Þessi málsgrein verður því að falla niður.

Ráðherra skal ráðstafa aflahlutdeildum, sem hann innleysir á grundvelli forgangsréttar, innan viðkomandi byggðarlags, sveitarfélags eða landshluta samkvæmt skilgreiningu Hagstofu Íslands. Skal ráðherra auglýsa hlutdeildina til sölu í viðkomandi landshluta. Eigendur skipa í byggðarlagi skulu hafa forgang að umræddum aflaheimildum, síðan eigendur skipa í sveitarfélagi og loks eigendur skipa í landshlutanum.

Eins og að framan er getið, gerir rétthafi nýtingarréttar bindandi samning við Fiskistofu um nýtingarrétt tiltekinnar aflahlutdeildar (aflamarks). Eins og að framan greinir er þessi samningur óuppsegjanlegur fyrstu 5 árin en eftir það með 15 ára uppsagnarfresti. Þar sem öll slík ákvæði eru ævinlega gagnkvæm í öllum samningum, er erfitt að sjá fyrir sér að ráðherra innleysi á grundvelli forgangsréttar, sem hvergi hefur sést ákvarðaður enn í lagatextanum.

Heimild : gudbjornj.blog.is