Því er nú einu sinni þannig háttað í þessu landi okkar, að til þess að geta lifað sómasamlegu lífi í dag, þá ætti það að vera öllum ljóst hvar sem þeir búa, hvort heldur afdalabóndinn lengst inni í landi eða einstaklingurinn á bryggjusporðinum hvar öldurnar leika sér við bryggjukantinn eða gljáfra við ströndina, að stæðsta auðlind okkar íslendinga eru fiskimiðin í kringum landið.
Í fyrstu grein um stjórn fiskveiða er það skýrt tekið fram að þessi auðlind skuli öll vera í eigu þjóðarinar, fólksins í landinu og einnig nýtingarrétturinn.
Orðrétt segir:
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Þessi grein er svo kristalskýr að það á ekki að þurfa að fjölyrða neitt um hana á einn eða neinn hátt eða reyna, eins og því miður einstaka aðilar hafa reynt að gera, að halda að þeir, í ljósi þess að þeir hafi stundað fiskveiðar svo lengi, að þeir eigi þann kvóta sem þeim hefur verið úthlutað í gegnum tíðina.
Þessir einstaklingar þurfa bara rétt að líta yfir þessa grein til að sjá að með slíkum málflutningi eru þeir að gera sig marklausa í allri umræðunni um sjávarútvegsmál.
Staðreyndin er nefnilega að þetta fyrirkomulag sem við búum við í dag er handónýtt að öllu leyti og hefur alla tíð verið.
Þetta kerfi hefur verið misnotað í bak og fyrir og stuðlað að gífurlegu brottkasti á afla öll þau 30 ár sem það hefur verið við líði og auk þess hefur verið svindlað og svikið leynt og ljóst á allann þann hátt sem hugsast getur. Aflatölur falsaðar. Landað framhjá vikt og viktartölur falsaðar. Aflinn litaður með því að setja þorsk í botninn á körum til útflutnings og þar ofan á ufsi og allt látið heita ufsi á skýrslum en selt sem þorskur erlendis ef svo ber undir.
Einnig hefur þetta kerfi orðið til þess að þjóðin fær ekki einu sinni þann arð af þessari auðlind sem hún á skilið í raun því smátt og smátt hafa risið hér á landi lénsveldi í gerfi útgerðarfyrirtækja sem ráða og stjórna heilu byggðarlögunum í skjóli fjármagns síns og í raun ráða því hvort sjávarbyggðir úti á landi lifi eða deyi. Um það sáum við skýrt dæmi á síðasta ári þegar útgerðarfélagið Vísir í Grindavík hætti allri bolfiskvinnslu á Húsavík og flutti hana til Grindavíkur.
Fjöldi fólks á Húsavík missti þar með vinnuna og lífsviðurværi.
En örlæti útgerðargreifana í Grindavík sannaði lénsfyrirkomulagið, því í stað þess að láta verkafólkið á Húsavík mæla göturnar og leggjast upp á atvinnutryggingasjóðinn á Húsavík, var fólkinu boðið að flytjast hreppaflutningum til Grindavíkur og gerði útgerðin sér lítið fyrir og keypti eitt stykki fjölbýlishús sem staðið hafði autt frá því fyrir hrun, gerði hana upp og leigði verkafólkinu íbúðir á „sanngjörnu“ verði.
En hvernig verður þetta á Djúpavogi svo dæmi sé tekið?
Þar ætlar Vísir líka að leggja niður fiskvinnsluna og fara burt með kvótan „sinn“.
Ætla þeir að flytja verkafólkið hreppaflutningum til Grindavíkur eða eitthvert annað þar sem næga vinnu verður að hafa eða ætla þeir bara að snúa baki við fólkinu á Djúpavogi og láta sem ekkert sé? Að þeir hafi engum skyldum að gegna við íbúa staðarins? Íbúana sem unnu hjá þeim og sköpuðu þau verðmæti sem gerir eigendum Vísis kleyft að greiða sér tugmilljóna króna arð á hverju ári?
Maður spyr sig.
Fleiri staðir á landsbyggðinni þurfa einnig að treysta á stórútgerðirnar, náð þeirra og miskun því eins og gömlu lénsherrarnir fyrr á öldum hafa þær öll ráð íbúa staðana í hendi sér og ráða því í raun hverjir lifa og hverjir deyja.
Viljum við hafa þetta svona?
Það skiptir engu máli hvort þú býrð lengst inni í landi, fjarri öllum sjávarplássum eða við ströndina þar sem lífið snýst fyrst og síðast um fiskveiðar og vinnslu, líf þitt byggist fyrst og síðast á því hvernig fiskveiðistjórnunarkerfi við höfum í landinu og hverjir fá að veiða úr þeirri auðlind sem er eign okkar allra.
Þau áform núverandi stjórnvalda að festa kvótakerfið enn frekar í sessi og gefa útgerðunum hvað eftir annað afslátt á nýtingarréttinum til tugi ára án þess að greiða fyrir það sanngjarnt og eðlilegt verð er eitthvað sem verður ekki liðið lengur í þessu landi.
Það gengur ekki að fáir útvaldir vinir stjórnvalda, auðmanna eða spilltra pólitíkusa fái að ganga í stæðstu auðlind allra landsmanna með það að markmiði að hámarka eigin gróða fyrir lítið sem ekki neitt meðan alþýðan í landinu sveltur að útgerðargreifanir stingi í eigin vasa hundruðum eða þúsundum milljarða á hverju ári.
Það verður að stoppa þetta og stokka kerfið algerlega upp þannig að allir hagnist á því og fái sanngjarna rentu af þessari auðlind.
Væri rétt á spilunum haldið væri hægt að halda hér uppi bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. Byggja hátæknisjúkrahús með nýjustu og bestu tækni og auk þess borga læknum og starfsfólki laun á heimsmælikvarða.
Það væri hægt að gera ísland að ríkasta landi í heimi með skynsamlegri stjórn í fiskveiðum því veltan er svo gífurlega mikil að venjulegt fólk áttar sig ekki á hvað hún mikil.
Það skiptir engu hvar á landinu þú býrð, hvort heldur inn til dala og fjalla eða niðri við sjávarborð, þetta mál skiptir okkur öll máli og við eigum öll að skipta okkur af því hvernig gengið er um þessa auðlind okkar og við eigum ekki að láta gjörspillta stjórnmálamenn sem eru á mála enn spilltari útgerðarmanna ráða því og stjórna að þeir einir fái allann arð af þessari auðlind.
Þjóðin þarf og verður að vakna.
Í kvöld klukkan átta, 20.00 er opin fundur með framsókn í Gindavík þar sem Sigurður Ingi, sjávarútvegsráðherra verður og við hvetjum alla sem láta þessi mál sig varða, að mæta á fundinn og spyrja Sigurð Inga beittra og ákveðina spurninga um sjávarútvegsmál, kvótamál og spyrja af hverju það sé ekki hægt að koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem væri til hagsbóta fyrir alla landsmenn.
Fimmtudagskvöldið 12. feb verður Sigurður síðan á Hótel Selfossi, einnig klukkan 20.00 og þar er hægt að skjóta á hann áframhaldandi spurningum og krefja hann um svör.
Við hvetjum alla til að mæta á þessa fundi með spurningar og krefjast svara frá sjávarútvegsráðherra og þá sérstaklega líka hvort sá ágreiningur innan ríkisstjórnarflokkana sem talað er um sé eina sáttin sem þarf að nást til að fá frumvarpið um stjórn fiskveiða í gegn og hvort það þurfi ekki að ná sátt við eigendur auðlindarinar, fólkið í landinu.
Það væri ekki vitlaust að fólk sem á upptökuvélar, tæki þær með og filmaði fundina, spurningar og svör um þessi mál til að hægt sé að nota það í framtíðinni.
Munið svo hópinn okkar á Facebook þar sem þið getið tekið þátt og fræðst, lært og lagt ykkar að mörkum í þessu máli.
Áfram Sóknarhópurinn.