Óli Ufsi, SóknarhópurinnÓlafur Jónsson, Óli Ufsi skellti sér á fund í gær í Grindavík þar sem Sigurður Ingi, sjávarútvegsráðherra sat fyrir svörum.
Það er skemmst frá því að segja að Óli segir hér í meðfylgjandi myndbandi, að Sigðurður Ingi hefði opnað haughús Framsóknarflokksins og Óla þótti fnykurinn ekki góður.

En sjón og heyrn er sögu ríkari og því hvet ég ykkur til að horfa á meðfylgjandi myndband og deila því svo alveg villt og galið um allar trissur um leið og þið hvetjið fólk til að ganga til liðs við Sóknarhópinn.

Óli talar líka um það í myndbandinu að það hafi verið gengið í skrokk á Sigðurði Inga, ekki þó í beinni merkingu þess orðs, heldur var skotið svo rosalega á hann með spurningum að hann gat hreinlega ekki logið sig út úr því og neyddist því til að svara sannleikanum samkvæmt, en það var um skilgreiningu fyrstu greinar laga um stjórn fiskveiða.
Sigurður ætlaði að reyna að snúa út úr því en komst ekki upp með það og með súrdoðasvip neyddist hann til að viðurkenna það sem satt var.

Góða skemmtunn.