Stjórn SÍF hefur lesið frumvarpið og niðurstaða okkar er þessi.
Við mótmælum frumvarpinu eins og það er lagt fram, og leggjum því til eftirfarandi breytingar.
1. Síðasta málsgrein fyrstu greinar frumvarpsins tekur yfir fyrstu og þriðju greinar laga um Stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Það er óhæft vegna þess að það tekur yfir ákvæði um eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni, sem má alls ekki gerast. Og verður því að víkja.

2. Ákvörðun heildarafla.
Um aðra grein er það að segja að reglugerð nægir fullkomlega til stjórnar makrílveiða, lög þarf ekki til viðbótar. Þess vegna er þetta frumvarp tilgangslaust.

3. Tímabundanr aflahlutdeildir.
Þessi grein brýtur í bága við núgildandi lög um fiskveiðar, og er algerlega óraunhæf. Ótækt er að hafa svona langan úthlutunartíma, sex ár sem í raun verða sjö ár því ekki er líklegt að þessu verði sagt upp strax. Orðalagið bendir til að svona úthlutun verði varanleg. Og pólitískur ómöguleiki að afnema hann. Benda má á undirferli sem felst í orðalaginu sex ára gildistími sem framlengist í eitt ár í senn. Eitt ár er tímabundin úthlutun en sex ár plús eitt ár plús eitt á er varanlegt. Útilokað er að úthlutun skuli vera nema til árs í senn.

4. Úthlutun tímabundinna aflahlutdeilda.
a.- b.-c. Settur verði heildarkvóti á makríl til eins árs í senn. Nótaveiðiskipum verði úthlutað aflahlutdeild eftir stærð og afkastagetu og verðmæti þess afla sem landað er.
d. Hverfi skip úr rekstri og eigandi þess á ekki annað skip, rennur kvóti þess inn í heildarkvóta og úthlutist samkvæmt þeim reglum sem um hann gilda.
Til viðbótar við útgefinn kvóta hafi bátar að 11 mertum að lengd óskert frelsi til handfæraveiða allt til loka september . Ástæða þessara breytinga á frumvarpinu er sú að reynslan hefur sýnt að færabátar skila betra og verðmætara hráefni á land.
Aldrei má framselja leigja eða veðsetja þessar aflaúthlutanir.