Málsvari SFS, Karen Kjartansdóttir, fjölmiðlafulltrúi. Myndin er af facebooksíðu Karenar.
Málsvari SFS, Karen Kjartansdóttir, fjölmiðlafulltrúi.
Myndin er af facebooksíðu Karenar.

Það er staðreynd sem aldrei verður hægt að neita eða þræta fyrir, að þeir sem hafa vondan málstað að verja, neita að mæta í rökræður þar sem sýnt er fram á að málstaður þeirra er vondur og þeir geta ekki varið hann.

Skýrasta og nærtækasta dæmið um það eru samtök í sjávarútvegi, skamstafa sig SFS en er ekkert annað en LÍÚ, Landssamband Íslenskra Útvegsmanna, í nýjum umbúðum en fyrir innan er sama úldna trosið sem alla tíð hefur stjórnað sjávarútvegsmálum á íslandi og gerir enn í gegnum strengjabrúður sínar á alþingi íslendinga.

Tvisvar hafa Píratar boðað til fundar með SFS, LÍÚ og tvisvar hafa þeir neitað á þeim forsendum að þeir aðilar sem Piratar tilnefna fyrir sína hönd „henti“ til viðræðnana.  Staðreyndin er er raunverulega sú, að þeir þora ekki að mæta þeim aðilum sem eru SFS ekki hundrað prósent sammála eða á launum hjá þeim en vilja koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem væri allri þjóðinni til hagsbóta en ekki örfáum einstaklingum og fjölskyldum útgerðarmafíunar.

Hegðun og framkoma SFS í öllu þessu máli er þeim til háborinar skammar á allan hátt og helst minnir framkoma þeirra á ofdekaraðan, þriggja ára krakka sem fær allt sem hann heimtar en þegar sagt er nei við hann, þá er öskrað, argað og hlaupið út í fýlu.

Þetta er á fb-síðu Karenar Kjartansdóttur, fjölmiðlafulltrúa SFS:

 

Í nafni upplýstrar og gagnsærrar umræðu: Undanfarið hef ég, að frumkvæði Pírata, rætt um mögulegan fund um sjávarútveg. Uppleggið var upplýst umræða um sjávarútveg frá ólíkum sjónarhornum. Til stóð að þarna yrðu Kolbeinn Árnason, lögfræðingur, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og fyrrverandi formaður samningahóps um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum við ESB, þá stakk ég upp á að Tumi Tómasson, doktor í fiskifræði frá Hafró og forstöðumanni Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna kæmi, einnig lagði ég til að Huginn Freyr Þorsteinsson, heimspekingur, aðjunkt við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra yrði fyrir svörðum, þá lagði ég til Þórodd Bjarnason, prófessor hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri og formaður stjórnar Byggðastofnunar, Daða Má Kristófersson, dósent í auðlindahagfræði og forsetafélagsvísindadeildar (ég veit, þarna er mikill kynjahalli, sorrí) auk þess sem mér þótti vænlegt að boða fulltrúa Matís til fundar enda hafa starfsmenn þar unnið fjölmörg verkefni á vegum Evrópusambandsins, sem taka á markaðs,- félags- og vistfræðilegum viðfangsefnum fiskveiðistjórnunar. Fulltrúar Pírata sögðu mér að þeim þættu þetta ekki álitlegir kostir þar sem þessa menn myndi ekki greina nægilega mikið á. Það væri ekki gaman að hlusta á umræður þar sem allir væru sammála. Ég kváði, sagði að ég vissi vel að það væri ýmsilegt sem þeir væru ekki sammála um, allir hefðu þeir líka mikla þekkingu á sjávarútvegi og tilgangurinn væri jú að upplýsa. Þeir sögðu að þeir vildu helst fá Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi Alþingismann. Kristinn var á sínum tíma atkvæðamikill þingmaður í mörgum stjórnmálahreyfingum svo sem fyrir Framsóknarflokkinn, Frjálslyndaflokkinn, Alþýðubandalagið og síðast fréttist af honum í Dögun. Ég sagði að við hefðum ekki áhuga á fundi með honum. Píratar afþökkuðu þá fundinn að þessu sinni. Ég óskaði þeim alls hins besta og þakka annars kurteisleg samskipti við þá.

Þarna staðfestir þessi aumingja kona bara það sem hefur komið fram áður, að samtökin ræða ekki við neinn sem er þeim ósammála eða ekki á launum hjá þeim.
Það er nefnilega fullt af fólk sem hefur margfallt meiri og betri þekkingu á sjávarútvegsmálum heldur en þeir sem eru á launaskrá SFS, ljóst og leynt og geta hrakið öll þeirra rök með staðreyndum sem SFS vilja ekki að komi inn í umræðuna eða verði upplýst um því það hentar ekki þeirra málflutningi.

Nær væri að Píratar kæmu á almennum borgarafundi með sérfræðingum sem SFS hefur útskúfað, sérfræðingum sem vita sannleikann og þekkja blekkingarnar sem málaliðar á bandi SFS nota í málflutningi sínum.

Þessi samtök og hegðun þeirra, frekja og aumingjaskapur er lýsandi dæmi um frekjustjórnun óþroskaðra aumingja sem hafa vondan málstað að verja…

Vinsamlega fylgið meðfylgjandi tenglum til að fá skýrarai mynd um málið og gangið til liðs við Sóknarhópinn á Facebook til að stoppa það að útgerðarmafíunni verði færðar auðlindir almennings til einkaafnota um alla framtíð.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!