Vestmannaeyjar

Jóhann Bjarni Kolbeinsson

Vinnslustöðin í Vestamannaeyjum ætlar að láta reyna á réttarstöðu sína verði lögfesting makrílfrumvarpsins á þá leið að eignarréttarvarin réttindi félagsins verði skert. Fyrirtækið hefur þegar hafið rekstur dómsmáls á hendur íslenska ríkinu vegna meintra ólögmætra ákvarðana um makrílkvóta.

Makrílfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegsráðherra, hefur vakið hörð viðbrögð og hafa 30 þúsund manns skrifað undir áskorun til forseta Íslands að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frumvarpið kveður á um að aflaheimildum í makríl verði úthlutað til sex ára.

Fjölmargir aðilar, stofnanir og fyrirtæki hafa skilað erindum og umsögnum um frumvarpið til Alþingis. Þar á meðal er Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum.

Í umsögn fyrirtækisins segir meðal annars að það hafi fjölmargar athugasemdir við frumvarpið og að ekki hafi verið hugað að öllum nauðsynlegum álitaefnum við gerð þess.

Þá er rifjað upp að Umboðsmaður Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra beri að fara að lögum við úthlutuná heimildum til makrílveiða. Það sé umhugsunarvert að embættið þurfi að árétt það.

Vinnslustöðin hafi þegar hafið rekstur dómsmáls á hendur íslenska ríkinu vegna ólögmætra ákvarðana um makrílkvóta. Fyrirtækið leggi á það áherslu að lagasetningin megi ekki undir nokkrum kringumstæðum fela í sér afturvirka skerðingu á réttindum sem teljast eignarréttarvarin samkvæmt stjórnarskrá.

Fyrirtækið muni láta reyna á réttarstöðu sína verði lögfesting frumvarpsins á þá leið að eignarréttarvarin réttindi félagsins verði skert.

Umsögn Vinnslustöðvarinnar.

 

Heimild : ruv.is

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!