Strengjabrúða útgerðana.
Strengjabrúða útgerðana.

Því er stöðugt haldið fram að við Íslendingar séum með besta fiskveiðikerfi í heimi og allar þjóðir veraldar horfi öfundaraugum til okkar. Þá tönglast Sigurður Ingi sjávarútvegsáðherra svo á þessum frasa að pínlegt er á að hlusta.

En það er auðvelt að hrekja þessa fullyrðingu. Því mér vitanlega hefur aðeins ein óháð vísindaleg úttekt verið gerð á sjálfbærni fiskveiða hér við Norður- Atlandshaf. Þá úttekt framkvæmdu kanadísku vísindamennirnir Ratana Chuenpagdee og Jackie Alde og birtist hún fyrir nokkrum árum árum í tímaritinu Sea Around US. Þeir félagar gerðu úttekt á sjálfbærni fiskveiða 11 strandveiðiþjóða. (Færeyjar, Grænland, Danmörk, Noregur, Kanada, Bretland, Þýskaland, Holland, Bandaríkin, Ísland og Spánn). Skýrslunni var skipt í þrjá hluta. Í henni lögðu þeir mat á útgefnar vísindaskýrslur, stofnstærðarmælingar og síðan ástand fiskstofna. Í öllum flokkum urðu Færeyingar efstir, síðan Norðmenn en við Íslendingar rokkuðum upp og niður í góðum hópi ESB ríkja þar fyrir neðan.

Fyrir fimm árum fengu Færeyingar Menakhem Ben-Yami ráðgjafi og fyrrverandi sérfræðingur hjá FAO til að gera úttekt á sóknardagakerfi þeirra Færeyinga. Það var hans skoðun að sóknardagakerfi Færeyinga væri besta fiskveiðikerfið í Evrópu. Hann sagðist ekki átta sig á öllum hliðum þess; en sagði lykilinn að árangrinum vera þann að færeyska kerfið stjórnist umfram allt af heilbrigðri skynsemi.

Þrátt fyrir þá staðreynd að Færeyingar eru í raun með besta fiskveiðikerfi í heimi – en ekki við; Þá sá „sáttanefndin“ svokallaða ekki ástæðu til að ræða færeyska sóknardagakerfið á þeim 18 mánuðum sem hún starfaði. Að því sögðu geri ég ekki ráð fyrir að þeir “sérfræðingar” sem nú sitja á svikráðum við að semja nýtt kvótafrumvarp hafi heldur gert það.

Sigurður Ingi; það er spurning hvort þú ætlar að skoða þessi mál eitthvað – eða gefa þig alfarið á vald sérhagsmuna- og forréttindaöflunum.

Undirritaður er fyrrverandi veiðarfærasölumaður og eigandi smábáts.

Atli Hermannsson.