Kvótakerfinu íslenska var komið á til reynslu um áramótin 1983/84 í mikilli andstöðu við meirihluta manna í sjávarútvegi. Eftir mjög slæma reynslu fyrsta ársins (sjá mynd úr Morgunblaðinu hér að neðan) notaði ráðherra Framsóknarflokksins viðkvæma stöðu í ríkisstjórn til að þvinga þingið til að samþykkja kvótakerfið áfram til reynlsu í fjögur ár í viðbót.

Því miður var öllum takmörkunum Sóknarmarksins kastað fyrir róða við gildistöku kvótans og var ekki að sökum að spyrja að með ofursókn frystitogara fyrir Norðurlandi næstu vetur gjörféll þorskveiði. Hún náði lágmarki 1990 eða eftir sex ár í viðjum kvótans.

Þá var aftur farið að passa upp á uppeldisstöðvar sem opnaðar höfðu verið og nú óx stofninn hratt og 1994 var komin góð þorskveiði um allt land, en þá mátti ekki auka við veiðarnar? Skýringin var af tvennum toga. Ekki mátti raska verði á kvóta og haft eftir stjórnarformanni Hafró ,,þeir voru ennþá að deyja“.

kvot

Klíkan innan LÍÚ var markvist að hrekja menn úr útgerð oft á tíðum með aðstoð „Bankans“. Þjóðin krafðist hvað eftir annað endurskoðnnar á þessu óskilvirka og spillta kerfi, en hvað eftir annað komst LÍÚ upp með að ráða upphafssetningu nýrra breytinga … fiskveiðistjórnin myndi styðjast við aflamark … og engar breytingar voru gerðar.

Með gífurlegum lántökum út á kvóta útgerðanna sem nú var tekinn sem eigiðfé útgerðanna þöndust ríkisbankarnir út og urðu stórin og verðmætir. Þessi mikla „eingnamyndun“ í bönkunum var ávísun á miklar tekjur ríkisbankanna og mikinn hagnað.

Það sáu gróðapungarnir og var ákveðið að gefa velunnurum ríkisstjórnarinnar sitt hvorn ríkisbankann. Þarna fóru þeir ráðherrar sem stóðu að ríkisstjórn xD og xB gegn beinum hagsmunum þjóðarinnar og er í raun alveg furðulegt að þessi gjörningur, og þess vegna allur þessi kvótafroðu gjörningur, skuli ekki hafa verið skoðaður sem skipulögð glæpastarfsemi.

Bankastjórar ríkisbankanna sem voru þvingaðir til að taka kvótann, eign þjóðarinnar, að veði gerðu þá kröfu um að kvótaverð yrði stöðugt. Þá var gripið til þess ráðs að setja veiðar smábáta í kvóta og þar með afnumið eina frelsi sem verið hafði í íslenskum sjávarútvegi.

Skemmst er að minnast þess að hér varð mikil froða fljótandi um allt þjóðfélagið og þandist út án þess að nein innistæða væri fyrir þenslunni og á endanum sprakk þjóðfélagið og hrundi til grunnar.

Nú skyldi maður ætla að stjórnmálamenn með stuðningi mikils meirihluta þjóðar að baki sér gerðu í því að afnema kvótann og taka hér upp skilvirkt og réttlátt kerfi til stjórnar fiskveiða.

Nei spillingin á þingi var ekki minni á ríkisstjórn SF og VG, þó síður væri, og í stað fyrningarleiðarinnar sem þjóðinni var lofað var komið á samningarleið þar sem LÍU sat við borðið með Moggahirðinni.

Og gengið sem féll í hruninu um 50% var neglt þar fyrir útgerðina til að létta afborganir kvótalánanna sem voru einhvers staðar nálægt 700 milljöðum. Fólkið tók á sig tapið af gengisfellingunni á meðan kvótahirðin sigldi fullum seglum inn í framtíðna með óðagróða í boði gömlu stjórnmálaflokkanna.

Núna er komið að okkur þjóðinni, þegar verið er að rústa velferðarþjóðfélaginu fyrir kvótakerfið, að taka völdin í okkar hendur og breyta þessu.

Við þurfum að afnema kvótakerfið sem byggir á skortveiði og taka upp „Sóknarmark með allan fisk á markað“. Fjölga togurum og smábátum og stórauka veiðarnar sem munu dreifast um hinar dreifðu byggðir og skapa mikla atvinnu í höndum kunnáttufólks um allt land.

Stóraukið flæði fjár mun spóla atvinnulífi landsins af stað og við munum rífa okkur upp úr þeirri stöðnun og niðurlægingu sem við höfum mátt þola af hendi stjórnvalda í 30 ára viðjum kvótans.

Þú átt að koma með okkur, margar hendur vinna létt verk.

 

[author]
[author_image timthumb=’on’] http://soknarhopurinn.is/wp-content/uploads/Mannamyndir/olafur.jpg [/author_image]
Ólafur Örn Jónsson togaraskipstjóri. Útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1972. Varð skipstjóri á togara BUR Snorra Sturlusyni 1978 og síðan skipstjóri á Viðey Re 6 1984. Ólafur fékk úthlutaðan stærsta heildarkvóta íslenskra togara á Snorra Sturlusyni og Viðey Re 6 (skipstjórakvóta). Í 10 ár stjórnaði Ólafur Viðey í eign Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík og landaði allan tímann á mörkuðum með góðum árangri. Síðustu 5 árin var Viðey í eigu Granda. Þegar ráðningarsamnigur Ólafs rann út var hann rekinn þaðan 1997 fyrir skoðanir sínar á kvótakerfinu. Þrátt fyrir glæsilegan feril fékk Ólafur hvergi vinnu hjá íslenskum útgerðum togara. Frá 1998 fram til 2004 vann Ólafur sem tækni- og sölumaður á erlendum vettvangi hjá Hampiðjunni þar af 3 ár sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins í Seatte í WA. Síðast liðin 12 ár hefur Ólafur unnið við og í kringum veiðar í Afríku með aðsetur í Las Palmas á Kanaríeyjum.
[/author]