Óli Ufsi í ræðustól að kynna sjónarmið sóknarhópsins.
Óli Ufsi í ræðustól að kynna sjónarmið sóknarhópsins.

Píratar héldu í dag, málþing á Hótel Sögu þar sem sjávarútvegsmál voru útskýrð og rædd.  Farið var yfir sjávarútvegsmálin með helstu hagsmunaaðilum og óháðum aðilum. Tilgangur fundarins var að fá fram sem mestar og bestar upplýsingar sem síðan verða lagðar til grundvallar að stefnu pírata í sjávarútvegsmálum. Fundurin var fyrst og fremst upplýsingasöfnun og umræða. Allir þeir sem höfðu eitthvað til málana að leggja fengu tækifæri til að spyrja mælendur úr sal.

Þeir sem mæltu á fundinum voru:

Landsamband smábátaeigneda
Ólafur Jónsson Togaraskipstjóri og andstæðingur kvótakerfisins
Guðbjörn Jónsson Höfundur bókarinar Í nærmynd um stjórn fiskveiða.

Landsamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ drógu sig út þegar þeir fréttu að Ólafur Jónsson, togaraskipstjóri yrði einn frmælanda á þinginu.

Óli hafði þetta að segja á fésbókarsíðu sinni eftir fundinn:

Ég vill þakka Pírötum fyrir frábærann sjávarútvegsfund og óska þeim alls hins besta í sínu starfi fyrir Þjóðina. Held að önnur stjórnmálasamtök og kjósendur þeirra ættu að horfa til Pirata varðndi vinnubrögð.

Eins þakka ég öllum vinum mínum í Sóknarhópnum fyrir komuna og þeirra framlag til fundarins og bið ég alla að horfa á tvo sigra sem unnist hafa. Fyrst að hrekja KVÓTAFRUMVARPIÐ út af þingi í fyrstu atrennu og síðan að HRÆAÐA þá frá því að mæta og horfa á ola-ufsa sem menn úr þeirra röðum hafa svívirt og ofsótt augliti til auglitis.

Það sannast nú á Þorsteini Má sem ég vissi reyndar fyrir að BÚLLÍS eru yfir leitt mestu EYMINGJAR sem vinna á mönnum úr launsátri eða gegnum símann.

Jáááá það er satt þeir þorðu ekki á Pirata fundinn ef oli ufsi væri þar.

Það er LÍÚ mönnum ekki til hróss að hafa neitað að taka þátt í lýðræðislegri umræðu um málefni sem varða alla þjóðina og hagsmuni hennar, en það er nú svo þegar menn hafa vondan málstað að verja, þá er auðveldara að skríða ofn í holu og hreyta þaðan fúkkyrðum í þá sem eru þeim ekki sammála.

Þannig er staðan en það má horfa á fundinn með því að fylgja tenglunum hér að neðan.  Við biðjumst velvirðingar á því að hljóðið er ekki gott en það verður reynt að laga það við fyrsta tækifæri og þá verða tenglarnir uppfærðir.

Málþing Pírata um sjávarútvegsmál, hluti I
Málþing Pírata um sjávarútvegsmál, hluti II

Við hjá Sóknarhópurinn, þökkum Pírötum sérstaklega vel fyrir að hafa haldið þetta málþing og vonandi verður framhald á þessu hjá þeim því þetta gefur almenningi tækifæri til að mæta á málþing hjá þeim og koma sínum málum að þar sem hagsmunaaðilar færa rök fyrir sínum málum og útskýra þau.