Sjómannablaðið Víkingur frá 1994. MYND: Skjáskot af Tímarit.is
Sjómannablaðið Víkingur frá 1994.
MYND: Skjáskot af Tímarit.is

Einhver mesti fjársjóður sem hægt er að hugsa sér í sambandi við upplýsingaöflun á netinu er vefsíðan Tímarit.is.  Þar er hægt að finna efni aldir aftur í tíman og hreinlega týna sér yfir grúskinu tímunum saman.
Pistlahöfundur er einn af þeim sem nýtur þess að geta farið í gegnum gamallt efni og slegið inn efnisorðum í leit sinni að greinum um margvísleg málefni og sér í lagi er þetta þægilegt þegar þarf að finna pistla, greinar og fréttir um einstaklinga sem eru hátt settir í íslenskri stjórnsýslu og hafa þrætt fyrir orð sín eða gjörninga á árum áður.

Þetta er náttúrulega bara gullkista fyrir fjölmiðlafólk sem vill láta taka sig alvarlega og vera með vandaðar fréttir þar sem gagna frá fyrr tíð er aflað af kostgæfni og vísað í gamlar fréttir og hvernig menn hafa í gegnum tíðina breytt afstöðu sinni til hinna ýmsu málefni.

Í ljósi þessa hef ég verið að skoða gamlar fréttir um kvótakerfið og umfjallanir fjölmiðla og einstaklinga um það og málefni tengd sjávarútvegi.
Bara með því að slá leitarorðinu „kvótakerfið“ í leitna inni á Tímarit.is, komu upp 5.953 niðurstöður frá því 17.02-1980 fram til dagsins í dag í öllum fjölmiðlum og tímaritum.
Sæmilegur fjöldi þar.

Ég tel það vera giurlega hvatningu til okkar allra sem erum að leita upplýsinga, frétta og pistslaskrifa í dag um sjávarútvegsmál, að leita uppi efni frá þeim tíma sem var verið að leggja grunninn að kvótakerfinu, sennilega allt aftur til ársins 1975 eða enn aftar, til að fá sem gleggsta mynd af umræðunni á þeim tíma og þeim röksemdafærslum sem menn beittu á þeim tíma til að kýla kvótakerfið í gegn.
Eins er mjög gott að skoða fagtímaritin sem fjalla um sjávarútveg því þar eru greinar og viðtöl sem eru mjög áhugaverð lesning.

Hér er hægt að fara beint inn á Tímarit.is.

Hvetjum þig síðan til að ganga til liðs við Sóknarhópinn á Facebook og taka þátt í baráttunni með okkur.