Strengjabrúða útgerðana.
Strengjabrúða útgerðana.

Fundur föstudaginn 20. febr. 2015, með Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegsráðherra þar sem hann sat fyrir svörum.
Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi sjómaður, verkamaður og grúskari, var á fundinum og spurði Sigurð Inga nokkurra spurninga.  Það kom verulega á óvart að Sigurður virtist ekki þekkja lögin sem hann var spurður út í og virtist lítið vita hvað var í raun verið að fjalla um á fundinum.
Hér að neðan er hluti af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir Sigurð.

Inngangur: Deilurnar um fiskveiðistjórnun eru um margt afar sérstakar. Útvegsmenn virðast hafa keypt álit fræðimanna þess efnis að þeim beri eignarréttur á því sem kallast „AFLAHLUTDEILD“ og ganga þeir svo langt í þessari túlkun sinni að þeir EIGNFÆRA aflaheimildir í efnahagsreikning fyrirtækja sinna. Af því má merkja að þeir líti á aflaheimildir sem afskrifanlega FASTEIGN og virðast þeir fá stuðning Ríkisskattstjóra í þeirri túlkun sinni, þar sem hann gerir ekki athugasemdir.

Í þessu sambandi spyr ég sjávarútvegsráðherra, sem æðsta yfirmann stjórnunar einnar af stærstu náttúruauðlinar þjóðarinnar, sem eru fiskistofnar í fiskveiðilögsögu landsins:

Lítiur þú ekki einnig á þessar auðlindir sem ígildi fasteignar?

Það kom mér verulega á óvart að ráðherrann skildi svara þessu NEITANDI. Hann sagðist ekki líta á fiskveiðiauðlindina sem ígildi fasteignar. Ég spurði því næstu spurningar sem var þessi:

Hver er skilningur þinn á 2. málslið, 40. greinar stjórnarskrár, sem hljóðar svo: (áhersla mín sett fram í hástöfum)?

Stjórnarskrá, 40. gr. 2. málsliður – „Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, NÉ SELJA EÐA MEÐ ÖÐRU MÓTI LÁTA AF HENDI NEINA AF FASTEIGNUM LANDSINS NÉ AFNOTARÉTT ÞEIRRA NEMA SAMKVÆMT LAGAHEIMILD.“

Þessu svaraði ráðherra ekki. Síðan var spurt:

Í ljósi fyrri spurningart er spurt hvað valdi því að stjórnvöld hafi ekki þegar stöðvað sölu aflaheimilda á því óheyrilega verði sem flestir þekkja og jafnframt að einstök fyrirtæki taki sér vald til að skrá ólöglega keypta þjóðareign í efnahagsreikning fyrirtækja sinna, án þess að hafa í höndum löglega sölupappíra frá löglegum eiganda, samanber 40. gr. stjórnarskrár?

Þessu svaraði ráðherra ekki heldur. Og enn var spurt:

Hvað veldur því að ekki hafi verið innheimtur virðisaukaskattur af þeirri sölu sem þarna hefur farið fram?

Þessu svaraði ráðherra ekki heldur.

Spurningarnar voru fleiri og dýpra farið í málin sem ágætlega er lýst í póstinum, en hann má lesa í heild sinni á vef Sóknarhópsins.