Árið 1981 flutti ég í lítið þorp austur á fjörðum þá 22. ára gamall.
Réði mig strax á sjóinn,en það voru 3 bátar 75 – 150 tonna bátar gerðir út í byggðarlaginu, og bátarnir voru á netum, línu, síld, humri og snurvoð, eftir árstíð. Og að sjálfsögðu var heilmikil trilluútgerð líka.

Breiðdalsvík. MYND: Fiskifréttir.
Breiðdalsvík.
MYND: Fiskifréttir.

Þannig byrjar pistill rúmlega fimmtugs manns sem man tímana tvenna í útgerð á íslandi.
Hann fer yfir söguna um það hvernig kvótakerfið rústaði þessu bæjarfélagi á stuttum tíma þannig að eignir urðu verðlausar og fyrirtækin í bænum lögðust niður eitt af öðru þar til ekkert var eftir, íbúum fækkaði og þjónustan minnkaði og hvarf.

Þetta er saga eins bæjarfélags í landinu en sömu sögu má segja í tugum annara lítilla strandbæja allt í kringum landið eftir að kvótakerfinu var komið á.

1987 var orðið basl með alla útgerð, laun sjómanna vorum búin að lækka mikið og erfiðleikar að halda togurunum við veiðar, vegna skorts á veiðiheimildum.

Árið 1985 ákváðu Framsóknarmenn, með Halldór Ásgrímsson í fararbroddi að halda kvótakerfinu í þriggja ára reynslutíma. Þar með var búið að tryggja að útvaldir aðilar mættu nýta auðlindina eins og hún væri þeirra persónulega eign.

Kvótakerfið gerði það að verkum að það er engin bátaútgerð, engin fiskverkun, ekkert sláturhús, ekkert kaupfélag, ekkert bankaútibú lengur í þessu sjáfarþorpi.

Það þarf bara eitt pennastrik og kvótinn er úr sögunni, það VERÐUR að vera krafa allra landsmanna sem er annt um Ísland og Íslendinga.

Færeyingar eru hamingjusamir með fiskveiðistjórnina hjá sér, þeir hentu kvótakerfinu eftir 4 mánuði.

Þetta eru aðeins stiklur úr pistlinum, en hann má lesa í heild sinni með því að smella hérna.

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!